Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 21
Mjög hafa verið skiptar skoðanir meðal fræðimanna á því, hvað greini milli sameignarfélags og sérstakrar sameignar. f danskri og norskri lögfræði var aðgreiningin milli sérstakrar sam- eignar og sameignarfélags lengi byggð á því, sem nefnt hefur verið andlag sameignar. Sameign um eignaheildir var þá talin almenn sam- eign, en sameign um einstakan hlut eða hluti sérstök sameign. I hluta- rétti var þó aðeins fjallað um sérstaka sameign, er stofnast hefði óháð vilja þátttakenda. (Sjá t.d. H. Matzen: Den danske tingsret (1884), bls. 138 o. áfr., Torp: Dansk tingsret (1905), bls. 141 o. áfr., H. Scheel: Norsk tingsrett (1912), bls. 146 o. áfr.). A.m.k. sumir höfundar virðast hér hafa tekið fremur mið af heppilegri verkaskiptingu frá fræðilegu sjónarmiði en mismunandi lagareglum. Á síðari tímum hefur því yfirleitt verið hafnað af dönskum og norsk- um fræðimönnum, að greint verði milli sérstakrar sameignar og sam- eignarfélags með þeim hætti, sem að framan greinir. (Sjá hér t.d. Illum: Dansk tingsret (3. útg.), bls. 119 o. áfr.). Almennt er þó lögð áhersla á, að samningur sameigenda skipti hér höfuðmáli eða aðstæður, er jafnað verði til samnings. (Sjá t.d. Falkanger: Sameie í Jussens venner 1978, bls. 56 o. áfr.). Margir höfundar telja, að megineinkenni sam- eignarfélags séu sameiginlegur rekstur og umfangsmikil samskipti við þriðja mann. Sindballe taldi samkomulag sameigenda um að afla sér tiltekinna réttinda nægja eitt út af fyrir sig til þess, að sameignarfélag lægi fyrir og þyrfti ekki að hafa verið samið neitt um nýtingu þeirra. (Sjá Sind- balle: Dansk selskabsret I og III (1949), bls. 9). Augdahl telur, að yfirleitt sé það sameignarfélag, ef til sameignar er stofnað með samningi. Stundum sé þó eðlilegt að fara með slíka sameign sem sérstaka sameign. Þar ráði mestu, hvort samið hafi verið um eða gengið út frá virkri nýtingu eignarinnar fyrir sameiginlegan reikning. I því tilviki telur höfundur, að beita beri reglum um sameign- arfélög. (Sjá Augdahl: Kompaniskap, bls. 65, 2. neðanmálsgrein). Falkanger leggur megináherslu á, að sameignarfélag liggi fyrir, ef um sé að ræða sameiginlega starfsemi á samningsgrundvelli. (Sjá Falkanger: Sameie í Jussens venner 1978, bls. 56 o. áfr.). Brækhus-Hærem hafna því, að jafnan sé um sameignarfélag að ræða, þótt áhrifa sanmings gæti. Mörkin milli sameignarfélágs og sér- stakrar sameignar verði að ráðast af heildarmati, en þar skipti þrjú atriði mestu máli. Víðtækar samningsskyldur gagnvart þriðja manni, óskipt ábyrgð út á við og heimild hvers sameigenda til að skuldbinda alla sameigendur bendi til sameignarfélags. (Sjá Brækhus-Hærem: 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.