Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 60
arfélagi eða hlutafélagi eða breytt í hlutafélag, fái eingöngu eignar- hluta eða hlutabréf í því félagi, sem við tekur eða stofnað er, sem gagngjald fyrir eignarhluta í því félagi, sem slitið var. Sama skilyrði er sett í 56. gr. laganna varðandi sameiningu hlutafélaga. I sameiningarákvæðum 1. nr. 75/1981, bæði að því er varðar sam- eignarfélög og hlutafélög, er einungis getið eins forms sameiningar, þ.e.a.s. samruna með þeim hætti, að félag rennur saman við annað félag, sem fyrir er og heldur áfram að vera til eftir samrunann. Hér er ekki getið þeirrar aðferðar, sem fólgin er í því, að tvö eða fleiri félög sameinast með þeim hætti, að myndað er nýtt félag í stað þeirra, en þau sjálf lögð niður. I 126. gr. og 127. gr. 1. nr. 32/1978, um hlutafélög, er gert ráð fyrir báðum þessum aðferðum við sameiningu. Telja verð- ur að skýra megi ákvæði 1. nr. 75/1981 um sameiningu félaga svo, að þau taki til fleiri sameiningartilbrigða en þar eru beinlínis nefnd, að uppfylltum skilyrðum ákvæðanna að öðru leyti. Athyglisvert er, að ákvæði 57. gr. 1. nr. 75/1981 voru bundin við þau sameignarfélög, sem myndað höfðu skattalegan varasjóð. Með 13. gr. 1. nr. 8/1984 er sú breyting á orðin, að nú skulu sameignarfélög- in hafa myndað fjárfestingarsjóð til þess að geta notið ákvæða 57. gr. 1. nr. 75/1981. Rökin fyrir þessum skilyrðum liggja ekki í augum uppi. Ástæða getur verið til sameiningar, þótt tilefni hafi ekki gefist til myndunar varasjóðs, nú fjárfestingarsjóðs. Þá er um fleiri skattahags- muni að tefla en yfirfærslu sjóða þessara. Heimildin til varasjóðsmyndunar var bundin við skattskylda lög- aðila samkvæmt 1. mgr. 2. gr. 1. nr. 75/1981. Síðastnefnt skilyrði sam- einingarákvæðanna þýddi því það, að þau giltu aðeins um þau sam- eignarfélög, sem voru sjálfstæðir skattaðilar. Fyrir því voru full rök, þótt rökin fyrir skilyrðinu um varasjóðsmyndun væru vandfundnari. Með 13. gr. 1. nr. 8/1984 var einfaldléga gerð sú breyting á 57. gr. 1. nr. 75/1981, að í stað sameignarfélaga, sem myndað hafa varasjóð, tekur greinin nú til sameignarfélaga, sem myndað hafa fjárfestingar- sjóð. Ólíklegt verður að telja, að stefnt hafi verið að því að rýmka gildissvið 57. gr. 1. nr. 75/1981 þannig, að greinin tæki til sameignar- félaga, sem ekki eru sjálfstæðir skattaðilar. Skattaréttarlég staða slíkra félaga mælir öll gegn því. Heimildin til frádráttar fjárfestingar- sjóðstillags er hins vegar mun víðtækari en varasjóðsheimildin var, og ekki þurfa sameignarfélög að vera sjálfstæðir skattaðilar til þess að geta notfært sér hina nýju heimild, svo sem greint er frá hér að fram- an. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.