Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 49
saman við reglur félagaréttar, þ.e. einkaréttarlegar reglur, og mun talið, að það fái staðist. 1 skattaréttarlegum efnum mun þó almennt verða að byggja á grunni einkaréttarins varðandi félög.7) Þetta leiðir hugann að því, að félagssamningur verður að vera gild- ur að einkarétti, til þess að hann hafi þýðingu í skattaréttarlégu til- liti. Skattaleg áhrif verða því ekki byggð á félagssamningi, sem gerð- ur er til málamynda.8 9) Þetta getur skipt máli, hvort sem félag er sjálfstæður skattaðili eða ekki. 1 úrskurði Ríkisskattanefndar nr. 651, dags. 28. september 1979, reyndi á félagssamninginn að þessu leyti. Málið varðaði það, hvort samlagsfélag hefði komist á laggirnar, þann- ig að á því yrði byggt í skattaréttarlegu tilliti:!’) Félag var skráð í firmaskrá á árinu 1975 og tekið fram, að það skyldi vera sjálfstæður skattaðili, og var lagt á félagið í samræmi við það. Félagið notaði skammstöfunina s.f. í firma sínu. Sam- kvæmt tilkynningunni til firmaskrárinnar bar einn félagsmanna, N.N., ótakmarkaða og beina ábyrgð, en tveir voru samlagsfélag- ar með smávægilegu fjárframlagi. Upplýst var, að samlagsfélag- ar voru eiginkona og faðir N.N. Félagið taldi ekki fram til skatts innan tilskilins framtalsfrests árið 1978 og sætti því áætlun skatt- stjóra á skattstofnum. Barst framtal félagsins þetta ár með kæru til Ríkisskattanefndar og var þess krafist, að skattframtalið yrði lagt til grundvallar álagningu í stað áætlunar skattstjóra. Ríkis- skattstjóri krafðist þess í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda, að kærunni yrði vísað frá, en opinber gjöld vegna gjaldstofna félags- ins yrðu lögð á eiganda þess, N.N. Ríkisskattstjóri taldi félagið ekki uppfylla skilyrði C-liðs 1. mgr. 5. gr. 1. nr. 68/1971, sbr. 2. gr. 1. nr. 7/1972, til að teljast sjálfstæður skattaðili, þótt það hefði sætt álágningu á þann veg. Vísaði Ríkisskattstjóri til að- ildar og ábyrgðarfyrirkomulags í félaginu og hélt því fram, að framlög samlagsfélaga væru í raun lán til N.N., sem honum bæri að færa sem slík. I forsendum Ríkisskattanefndar er rakið, hvernig ábyrgð sé háttað á skuldbindingum félagsins og þess getið, að samlagsfélagar séu úr sifjaliði N.N. Þá segir svo: „Að þessu athuguðu þykir félag þetta bera þann keim af málamynda- gerningi að sú niðurstaða þykir ekki tæk að viðui'kenna það sem 7) Sbr. Magnus Aarbakke: Skatt pa inntekt, Del I (3. útg. 1973), bls. 58. 8) Sama rit, bls. 59. 9) Úrsk. er birtur t ágripi í úrskurðasafni (úrtaki) Ríkisskattanefndar 1979, bls. 19-21. Sjá og í sama safni, bls. 21-23, ágrip úrsk. nr. 1111, dags. 27. nóvember 1979, um svipað álitaefni. 43

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.