Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 14
alda haf“, er hann gaf út 1964. Þrátt fyrir þetta hafði Sigurður aetíð nægan tíma til gleðifunda með vinum sínum og var þar hrókur alls fagnaðar og skemmti mönnum með skondnum sögum og hnyttnum tilsvörum, eða jafn- vel lék á fiðlu eða blés í klarinet, því hann var maður tónelskur. Sigurður var fríður sýnum, meðalmaður að vexti og vörpulegur og geisl- aði af honum lífsorkan hvar sem hann fór. Hann var skarpgreindur og sér- lega frjór í hugsun og hugmyndaríkur. Var áhugamálum og þekkingu ekki markaður þröngur bás. Þessir eiginleikar hans komu honum mjög oft að notum í störfum hans. Hann kom því oft auga á ýmsar hliðar mála, sem öðrum voru huldar og datt þvt ósjaldan niður á snjallar lausnir. í lögmannsstörfum sínum kom það æði oft í hlut Sigurðar, auk þess að vera aðalmálflytjandi fjármálaráðuneytisins um árabil, að fjalla um eignar- réttar- og landamerkjamál svo og varnir í opinberum málum. Er það ekkert undarlegt, þegar betur er að gætt, því eins og áður er getið, var áhugi Sig- urðar um sögu og landshagi brennandi og þekking hans í þeim efnum yfir- gripsmikil, sem kom honum oft að notum við málarekstur, er varðaði réttindi og eign lands. En umsvif í hinum málaflokknum, vörnum í opinberum málum, komu ekki til af sérstökum áhuga Sigurðar á refsirétti, þótt hann væri vel að sér þar eins og á öðrum sviðum lögfræðinnar, heldur gætti þar samúðar hans með þeim, sem að einhverju leyti höfðu orðið undir í lífsbaráttunni eða farið þar villir vegar. Fundu þessir menn, að þar áttu þeir skilningsríkan og traustan málsvara sem Sigurður var. Sá sem þessar línur ritar, rak í nokkur ár lögmannsstofu með Sigurði og telur sig ekki hafa hallað réttu máli í lýsingu á honum, hafandi I huga virð- ingu hans fyrir réttri sagnfræði. Um leið og ég þakka og minnist með ánægju áratuga vináttu Sigurðar, kemur mér í hug setningin úr Njálu: ,,Er Kári engum manni líkur ... “ Þorvaldur Lúðvíksson 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.