Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 34
íslenskur maður væri dæmdur til greiðslu fjárkröfu, yrði að höfða mál hér á landi til þess að fá kröfunni fullnægt. 1 því máli byggir dómhafi ekki rétt sinn á niðurstöðu hins erlenda dóms, heldur þeim réttindum, er að baki kröfu hans búa, sbr. t.d., að því er danskan rétt varðar, dóm í UFR 1964. 64 (H). 1 nýja málinu gæti dómþoli að öllum líkindum komið fram með allar þær mótbárur gegn kröfunni, sem erlendur dóm- stóll hefur hafnað.10) Að sama skapi er og eðlilegt að skýra megin- regluna þannig, að ekkert hindri dómþola samkvæmt slíkum erlendum dómi í því að byggja á málsástæðum og lagarökum gegn gildi um- ræddrar kröfu, sem hann hefði getað fært fram, meðan á rekstri máls- ins fyrir erlendum dómi stóð, en gerði ekki.10) Þá verður að telja, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að stefnandi máls fyrir erlendum dómstóli, sem fengið hefur sýknudóm í hendur, geti höfðað mál fyrir íslenskum dómstóli og að íslenski dómstóllinn sé þá óbundinn af niðurstöðu er- lenda dómstólsins. Eins hlýtur það að leiða af almennu reglunni, að sá, sem unnið hefur mál fyrir erlendum dómstóli, getur ekki komið í veg fyrir, að sá, er tapað hefur málinu erlendis, geti höfðað nýtt mál út af sama sakarefni fyrir íslenskum dómstóli. Er þá ekki útilokað, að niðurstaða íslenska dómstólsins verði önnur en niðurstaða hins erlenda dómstóls. 2. Fordæmisáhrif. Það er umhugsunarefni, hvort erlendur dómur geti haft fordæmis- áhrif hér á landi í þeim skilningi, sem áður er rakið, þótt hann hafi ekki frávísunaráhrif. Einar Arnórsson hélt því fram,20) að þó svo að erlendur dómur hefði ekki frávísunaráhrif, hefði hann eigi að síður fordæmisáhrif, þ.e. hann yrði lagður til grundvallar hér, þar sem hann hefði þýðingu, nema því aðeins að dómurinn fæli í sér eitthvað, sem er ólöglegt eða ósiðlegt eða ómögulegt að fullnægja. Á sömu skoðun virðist Þór Vilhjálmsson vera (Réttarfar III, 2. útg. 1975, bls. 66), þar sem segir, að erlendir dómar hafi yfirleitt jákvæð réttaráhrif, nema þeir séu ósiðlegir að íslensku áliti.21) Að mörgu leyti væri æskilegt, að erlendir dómar hefðu fordæmis- 19) Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret. Kaupmannahöln 1972, bls. 366. 20) Einar Arnórsson, Almenn meðferð einkamála i héraði, bls. 288. 21) I’ór Vilhjálmsson, Réttarfar III, bls. 66. í riti sama höfundar Um aðfarargerðir (bls. 33) segir hann, að sennilegt sé, að íslenskir dómstólar muni telja sér heimilt að fjalla um staðreyndir og lagareglur að nýju, þó að um ágreining liggi fyrir erlendur dómur, en í einhverjum mæli muni þó sennilega talið rétt að byggja á niðurstöðu hans. Um þetta megi benda á til athugunar ummæli í Hrd. 1972.1061. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.