Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 33
Aðrar breytingar en þær, sem hér var lýst, voru ekki gerðar á íslensk- um réttarreglum í tengslum við lögfestingu samningsins. Eftir gildistöku laga nr. 30/1932 tók það viðhorf að mótast hér á landi, að þær reglur, sem áður voru taldar gilda um viðurkenningu erlendra dóma á Islandi, yrðu ekki lengur óbreyttar lagðar til grund- vallar. 1 fræðiritum frá því skömmu eftir 1932,15) og reyndar einnig í yngri ritum,16) er því haldið fram, að sú meginregla gildi, að erlend- ir dómar hafi ekki réttaráhrif hér á landi, a.m.k. ekki frávísunaráhrif. Ástæða þessarar viðhoi'fsbreytingar var væntanlega sú, að óeðlilegt væri, ef strangari reglur giltu um viðurkenningu dóma, sem kveðnir væru upp á Norðurlöndum, en í ríkjum utan Norðurlanda.17) Það var því eðlilegt að draga þá ályktun af setningu laga nr. 30/1932, að dómar kveðnir upp í ríkjum utan Norðurlanda yrðu ekki viðurkenndir hér á landi, meðan samninga og lög skorti til þess að veita slíkum dómum viðurkenningu. V. MEGINREGLA ÍSLENSKS RÉTTAR UM VIÐURKENNINGU ERLENDRA DÓMA. Þótt hvorki sé við sett lagaákvæði né úrlausnir dómstóla að styðjast, er sú meginregla talin gilda hér á landi, að án sérstakrar lagaheimildar hafi erlendir dómar ekki réttaráhrif á Islandi. Er eins og fyrr segir eðlilegt að draga þá ályktun af setningu laga nr. 30/1932, þar sem gagnstæð regla myndi leiða til þess, að mun strangari reglur giltu hér á landi um viðurkenningu dóma, sem kveðnir eru upp á Norðurlöndum en ríkjum utan Norðurlanda. Skal næst að því vikið, hvað nánar felst í meginreglunni. 1. Frávísunaráhrif. Af fyrrgreindri meginreglu leiðir, að erlendur dómur hefur ekki frávísunaráhrif hér á landi.18) Erlendi dómurinn er m.ö.o. ekki því til fyrirstöðu, að nýtt mál verði höfðað hér á landi milli sömu aðilja um sama sakarefnið. Ef t.d. væri um erlendan dóm að ræða, þar sem 15) Einar Arnórsson, Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 288. 16) Magnús Thoroddsen, Res judicata eður útkljáð mál, Úlfljótur 4. tbl. 1972, bls. 356-357; Þór Vilhjálmsson, Um aðfarargerðir, bls. 33; Þór Vilhjálmsson, Réttarfar III, bls. 65. 17) Sjá um rökstuðning fyrir breytingunni 1932 í Danmörku Torben Svenné Schmidt, áður tilvitnað rit, bls. 121 og Bernhard Gomard, áður tilvitnað rit, bls. 476. 18) O. A.Borum, Lovkonflikter. Kaupmannahöfn 1970, bls. 201. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.