Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 17
II. UM ÞÖRFINA Á BEITINGU ERLENDRA RÉTTARREGLNA. Sú spurning kann að vakna, hvort eðlilegt sé, að íslenskur dómstóll beiti erlendum réttarreglum við efnisúrlausn ágreinings. Því er til að svara, að sakarefni getur verið þannig vaxið vegna tengsla við er- lendan aðila eða hagsmuni að óeðlilegt og ósanngjarnt væri, ef ein- ungis væri beitt íslenskum réttarreglum. Þá getur hafa stofnast til réttinda eða þeim hefur lokið í erlendu ríki, án þess að um nokkur tengsl við Island sé að ræða. I þess háttar tilvikum verður ekki hjá því komist að taka tillit til erlends réttar við úrlausn máls fyrir ís- lenskum dómstólum. Sem dæmi um þetta má nefna réttaratriði eins og hefð og fyrningu. Hafi maður haft hlut í umráðum sínum fullan hefðartíma erlendis þar sem hefðartími er skemmri en hér á landi, þá væri það óeðlileg niðurstaða, ef fyrri eigandi gæti endurheimt hlutinn í brigðamáli hér á landi vegna þess að hluturinn væri hingað kominn og hefð ekki fullnuð samkvæmt íslenskum hefðarreglum. Hins vegar gæti verið vafamál hvernig með skuli fara ef hluturinn er fluttur til landsins áður en kominn var fullur hefðartími erlendis samkvæmt þar- lendum lögum, en ekki verður farið nánar út í það hér. Á svipuð sjónar- mið getur reynt í sambandi við fyrningu.0) Sú tilhögun að beita ávallt lögum dómstólslands (lex fori) við úr- lausn réttarágreinings er einnig óheppileg vegna þess að þá gilda lögin þar sem mál er höfðað, en það getur verið tilviljunarkennt og óvíst fyrirfram hvar málshöfðun fer fram þegar sakarefni tengist er- lendum aðilum. Réttlætis- og sanngirnissjónarmið leiða og til þess að beitt er erlendum lagareglum, enda er það og markmið lagaskilareglna að leitast við að tryggja að sama niðurstaða fáist í lögfræðilegum ágreiningsefnum án tillits til þess hvar mál er höfðað. III. TAKMARKANIR Á BEITINGU ERLENDRA RÉTTARREGLNA. Þótt viðurkennt sé samkvæmt framansögðu að unnt sé að beita er- lendum réttarreglum við úrlausn réttarágreinings fyrir dómstólum hér á landi, þá yrði ávallt beitt íslenskum réttarfarsreglum við meðferð máls.6 7) Þá leiða ýmsar varnarþingsreglur til þess að einungis yrði 6) Karsten Gaarder, sama rit bls. 4—5 og 128. 7) Sjá hér Hrd. 1981:1089, þar sem var ágreiningur um gildi avalistaábyrgðar á víxli. Úrlausn ágreiningsefnisins laut norskum rétti. Við meðferð málsins var beitt ákvæð- um 17. kafla 1. 85/1936 og að auki beitt sönnunarreglunni í 116. gr. sömu laga varð- andi tiltekið atriði. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.