Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 59
196. gr. Dómari sendir síðan málaleitun sína hinu íslenska Utanríkis- ráðuneyti, sem lætur þýða hana á það mál, er við á, og sendir hana síðan áleiðis til hins erlenda dóms. 197. gr. Kostnaður af gagnaöflun fyrir erlendum dómi greiðist úr ríkis- sjóði, að því leyti sem hann heimtist eigi úr hendi aðilja eða fellur eigi á þá eftir almennum reglum. Nýmæli þessi voru tekin upp í frumvörpin að danskri og sænskri fyrirmynd. I réttarfarslögunum dönsku (retsplejeloven) er heimildir þessar að finna í 35B. og 296. gr. og í sænsku réttarfarslögunum (rátte- gángsbalken) í 41. kafla, 1.-4. gr., og lögum 1946: 817 om bevisupp- tagning vid utlánsk domstol. Eins og fyrr getur hlaut hvorugt frumvarpanna afgreiðslu og enn skortir því í íslenskt réttarfar að verulegu leyti skýrar heimildir til að afla sönnunargagna til tryggingar, áður en til dómsmáls kemur, og til öflunar sönnunargagna erlendis með aðstoð íslensks dómara, eins og ráðgert hafði verið að lögfesta. Þess ber þó að gæta að fyrir hendi eru í stöku tilfellum heimildir til þess að afla sönnunargagna með aðstoð dómara, áður en til dóms- máls kemur, eins og með dómkvaðningu mats- og skoðunarmanna. Þá skal þess sérstaklega getið að á 110. löggjafarþingi Alþingis 1987 var lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um með- ferð einkamála í héraði. I 10. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir því að dómari geti heimilað að fram fari sönnunarfærsla fyrir dómi, þótt hún sé ekki vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið. í frumvörpunum til einkamálalaga 1955 og 1961 var sérstakur kafli um kærur, XXII. kafli. Þar voru kæruheimildirnar dregnar saman á einn stað í 287. gr. sem hljóðaði svo: 287. gr. Kæru til Hæstaréttar sætir úrskurður dómara um: 1. Að víkja eigi sæti. 2. Að mál skuli falla niður eða því vísað frá dómi. 3. Skyldu vitnis til vættisburðar, staðfestingu vættis, viðurlög á hendur vitni, vitnaþóknun og önnur atriði varðandi vitna- leiðslu. 4. Hæfi matsmanna og skoðunar, skyldu þeirra til starfans, 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.