Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 59
196. gr.
Dómari sendir síðan málaleitun sína hinu íslenska Utanríkis-
ráðuneyti, sem lætur þýða hana á það mál, er við á, og sendir
hana síðan áleiðis til hins erlenda dóms.
197. gr.
Kostnaður af gagnaöflun fyrir erlendum dómi greiðist úr ríkis-
sjóði, að því leyti sem hann heimtist eigi úr hendi aðilja eða
fellur eigi á þá eftir almennum reglum.
Nýmæli þessi voru tekin upp í frumvörpin að danskri og sænskri
fyrirmynd. I réttarfarslögunum dönsku (retsplejeloven) er heimildir
þessar að finna í 35B. og 296. gr. og í sænsku réttarfarslögunum (rátte-
gángsbalken) í 41. kafla, 1.-4. gr., og lögum 1946: 817 om bevisupp-
tagning vid utlánsk domstol.
Eins og fyrr getur hlaut hvorugt frumvarpanna afgreiðslu og enn
skortir því í íslenskt réttarfar að verulegu leyti skýrar heimildir til
að afla sönnunargagna til tryggingar, áður en til dómsmáls kemur, og
til öflunar sönnunargagna erlendis með aðstoð íslensks dómara, eins og
ráðgert hafði verið að lögfesta.
Þess ber þó að gæta að fyrir hendi eru í stöku tilfellum heimildir
til þess að afla sönnunargagna með aðstoð dómara, áður en til dóms-
máls kemur, eins og með dómkvaðningu mats- og skoðunarmanna.
Þá skal þess sérstaklega getið að á 110. löggjafarþingi Alþingis
1987 var lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um með-
ferð einkamála í héraði. I 10. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir því
að dómari geti heimilað að fram fari sönnunarfærsla fyrir dómi, þótt
hún sé ekki vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið.
í frumvörpunum til einkamálalaga 1955 og 1961 var sérstakur kafli
um kærur, XXII. kafli. Þar voru kæruheimildirnar dregnar saman á
einn stað í 287. gr. sem hljóðaði svo:
287. gr.
Kæru til Hæstaréttar sætir úrskurður dómara um:
1. Að víkja eigi sæti.
2. Að mál skuli falla niður eða því vísað frá dómi.
3. Skyldu vitnis til vættisburðar, staðfestingu vættis, viðurlög
á hendur vitni, vitnaþóknun og önnur atriði varðandi vitna-
leiðslu.
4. Hæfi matsmanna og skoðunar, skyldu þeirra til starfans,
53