Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 42
Það er umhugsunarefni, sem ekki hefur komið til kasta íslenskra dómstóla, að því er séð verður, hvort undantekningin frá meginregl- unni um réttarverkanir erlendra dóma sé ekki víðtækari en nefnt var hér að framan og taki auk ógildingar- og skilnaðardóma almennt til erlendra dóma, er varða persónulega réttarstöðu manna. Þau rök, sem áður voru nefnd og mæla með því, að viðurkenna beri erlenda skiln- aðar- og ógildingardóma, eiga einnig við um aðra þá dóma um persónu- lega stöðu manna, sem hér voru nefndir, þ.e. synjun viðurkenningar getur leitt til óvissu um réttarstöðu viðkomandi einstaklinga.39) Verð- ur fróðlegt að sjá, hvernig íslenskir dómstólar taka á því álitaefni, ef á það reynir. VII. ALMENN SKILYRÐI VIÐURKENNINGAR. Til þess að unnt sé að viðurkenna erlenda skilnaðar- og ógildingar- dóma og e.t.v. aðra dóma á sviði sifjaréttar, þarf ákveðnum lágmarks- skilyrðum að vera fullnægt. Skilyrðin hljóta þó jafnan að vera mismun- andi eftir því, um hvers konar dóm er að ræða.40) Það er jafnan forsenda fyrir viðurkenningu erlends dóms, að sá dóm- stóll, sem kvað upp dóminn, hafi skv. eigin landslögum átt lögsögu yfir málsaðiljum og sakarefninu. Má hér til hliðsjónar nefna Hrd. 1984.1444. Með þeim dómi var íslenskt ættleiðingarleyfi ógilt, þar sem íslensk stjórnvöld brast heimild til þess að veita leyfið. Ættleiðandi var talinn hafa átt heimilisfesti í Svíþjóð á þeim tíma, sem um ættleið- ingu var sótt, og bar honum því skv. lögum nr. 29/1931 að sækja um ættleiðingu til yfirvalda í Svíþjóð. Eins er hugsanlegt, að það gæti leitt til synjunar á viðurkenningu erlends dóms hér á landi, ef erlendi dóm- stóllinn hefur byggt lögsögu sína yfir málsaðiljum á reglum, sem and- stæðar teldust íslenskum lögsögureglum.41) Erlendur dómur verður að vera lögmætur að efni til samkvæmt lög- um þess lands, þar sem hann var kveðinn upp. Loks er það skilyrði, að dómurinn sé ekki ósamrýmanlegur réttarskipulagi landsins, þ.e. svo- 39) Á þessu sjónarmiði er byggt í dönskum rétti, sbr. t.d. Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 120 og Bernliard Gomard, áður tilvitnað rit á bls. 478-479. 40) Ailan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 115. 41) O. A. Borum er þeirrar skoðunar í áður tilvitnuðu riti á bls. 204, að úrlausn þess í Danmörku, hvort erlendur dómstóll i skilnaðarmáli hafi átt lögsögu „ . .. má afgpres efter vor opfattelse ... ", þ.e. hvort danskir dómstólar hefðu skv. dönskum reglum átt lögsögu í sambærilegum tilvikum. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.