Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 8
ingar færu ( mál vegna ætlaðra læknamistaka. Sífellt umfangsmeiri og flókn- ari löggjöf, brestur á heildaryfirsýn, vaxandi notkun opinna eða teygjanlegra heimildarákvæða og framsal valds frá Alþingi til stjórnvalda, allt hefur þetta í auknum mæli kallað á atbeina dómstóla til að skera úr vafaatriðum um rétt- indi og skyldur borgaranna og samtaka þeirra. Á sviði refsimála eru komnar til skjalanna nýjar brotategundir, er taka mikinn tíma hjá Hæstarétti sem og öðrum dómstólum. Með skipulegum undirbúningi, góðri yfirsýn yfir réttarsviðið og vönduðum vinnubrögðum við lagasmíð og lagasetningu mætti spara mörg dómsmálin, sbr. fyrri ábendingar hér í tímaritinu (forystugrein I 3. hefti 1985). Um önnur verkefni Hæstaréttar en dómsstörf hefur sá, er þetta ritar, ýmis- legt að segja. Yfirleitt er bæði óheppilegt og óeðlilegt, að Hæstarétti skuli ætlað að hafa afskipti af málefnum framkvæmdarvalds með því að skipa menn i nefndir, ráð og stjórnir fyrirtækja. í þessu efni er þó vísast við lög- gjafann að sakast, en ekki Hæstarétt. Auk þess sem slík störf samrýmast tæplega stöðu Hæstaréttar og hlutverki, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar, virð- ist vera um einhvers konar flótta að ræða hjá þeim, sem ættu að axla þessa ábyrgð samkvæmt öllum lögmálum stjórnkerfisins. Sömuleiðis er óæskilegt að mfnum dómi, að hæstaréttardómarar vinni að samningu lagafrumvarpa. Þótt þeir kunni að vera fullkomlega frjálsir í túlkun sinni á slíkum lögum, getur sú túlkun skapað óþarfa tortryggni I garð Hæstaréttar. Þvi er stundum haldið fram, að vinnubrögð og þar með eðli Hæstaréttar hafi breyst í seinni tíð, einkum þannig að rétturinn gegni í vaxandi mæli pólitlsku túlkunarhlutverki, svipað og hæstiréttur Bandaríkjanna, og seilist inn á verksvið löggjafar- og framkvæmdarvalds. Við þetta er ýmislegt að at- huga, sérstaklega þá tilgátu, að um einhverja breytingu sé að ræða í þessu efni. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins frá 1944 (60. gr.) hafa dómstólar úrskurðarvald um embættistakmörk yfirvalda, og samkvæmt dómvenjuhelgaðri grundvallarreglu íslensks réttar eiga dómstólar úrlausn þess, hvort almenn lög séu sett með stjórnskipulegum hætti og efnislega samþýðanleg stjórnar- skránni, I heild eða að hluta. Dómstólum er enn fremur ætlað að fjalla um formlegan afrakstur hins pólitlska starfs, löggjöf og almenn stjórnsýslufyrir- mæli. Þeir komast því ekki hjá því að „endurmeta“ hið pólitíska starf, þegar ágreiningur verður um beitingu þessara reglna. Löggjafinn hefur það hins vegar I hendi sér að setja reglur um dómaskipan, starfsemi dómstóla og skil- yrði fyrir veitingu dómaraembætta, og framkvæmdarvaldið velur dómara og ákveður kjör þeirra. Þessu til viðbótar má benda á þá kenningu sumra réttar- heimspekinga, að lagatexti sé einungis efniviður, sem þá fyrst megi kalla réttarreglur, þegar dómstólar hafa skýrt textann og lagt hann til grundvallar úrlausnum slnum. Dómstólar séu þannig hinn raunverulegi löggjafi. Þvl er ekki að leyna, að engir tveir dómarar eru steyptir í sama mót. Um þetta vitna margar erlendar rannsóknir. Munur á lífsviðhorfum og stéttaskipt- ing hefur þó mun minni áhrif hér á landi en víðast hvar annars staðar. Raunar má gera ráð fyrir, að íslenskir dómarar séu t.d. mismunandi refsiglaðir, eins og það er kallað, eða hafi mismunandi ríka tilhneigingu til að skýra lög bók- staflega eða frjálslega. Sú skoðun hefur einnig heyrst, að Hæstiréttur hafi tilhneigingu til að draga taum ríkisins I dómum slnum og þrengja vernd mannréttinda að sama skapi. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.