Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 24
norskum rétti væri beitt. 1 dómi þessum er tekið fram, að eðlilegt sé
að sakarefni sé fyrst og fremst dæmt samkvæmt lögum þess lands,
sem það hefur sterkust tengsl við, eða á helst heima „ ... bör be-
dömmes etter loven i det land, hvortil det har sin sterkeste tilknytn-
ing eller hvor det nærmest hörer hjemme.“ Irma-Mignon réglan felur
því í sér, að sakarefni sé dæmt eftir lögum þess lands, sem það hefur
sterkust tengsl við og má því í raun segja að byggt sé þar á eðli máls
sem réttarheimild. Til eru fleiri norskir dómar, þar sem byggt er á
þessari reglu,28) auk þess sem svipuð sjónarmið hafa verið lögð til
grundvallar í lagaskilarétti annarra ríkja. Regla þessi á þó fyrst og
fremst við á sviði fjármunaréttar.
VII. LAGASKIL. LAGASAMRÆMI.
Spurningar um lagaskil koma upp á hinum ýmsu sviðum réttarins.
I sifjaréttinum getur verið álitamál hvernig með skuli fara varðandi
hjón eða hjónaefni, sem eru af mismunandi þjóðerni, í sambandi við
hjónavígsluskilyrði eða fjárfélag þeirra, stofnun eða slit hjúskapar
o.s.frv. I persónuréttinum getur mismunandi lögræðisaldur milli landa
valdið vafa um gildi löggernings og á sviði fjármunaréttarins geta
ýmis álitamál komið upp í sambandi við það hvaða lögum skuli beitt
við úrlausn sakarefnis. I alþjóðlegum einkamálarétti eru mörg álita-
efni á sviði sifja-, erfða og persónuréttar leyst á grundvelli svokall-
aðra heimalandslaga viðkomandi aðila, og sem byggt er á þrátt fyrir
dvalarstaðaskipti. Uppi eru tvær meginreglur um það hvað telja beri
heimalandslög aðila í þessu tilliti, þ.e. heimilisfestiregla og ríkisfangs-
regla, og mismunandi er eftir löndum hvorri reglunni er fylgt, svo sem
fyrr var getið.29) Á sviði fjármunaréttarins er samningafrelsi aðila
um lagaval snar þáttur, en ella, og þegar skráðum lágaskilareglum er
ekki til að dreifa, þá koma til álita hinir ýmsu tengslaþættir, sem áður
hefur verið minnst á. Byggir aðferðafræðin á þeim.
Tilgangur með lagaskilareglum er m.a. sá, að ná samræmi í dóms-
úrlausnum milli landa, þannig að sama niðurstaða fáist, án tillits til
þess hvar mál er rekið. Því markmiði má einnig ná með samræmdri
28) Norskir dómar aðrir: NRT: 1931 bls. 1185, 1937 bls. 888 og 1957 bls. 246. Danskir
dómar UfR: 1935, 82 H og 1939, 296 H.
29) Karsten Gaarder, sama rit bls. 64.
18