Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 38
málum að því er varðar bætur fyrir afleiðingar verknaðar, sem tjóni hefur valdið. Samningurinn kveður bæði á um réttaráhrif28) norræna dóma, sbr. orðalagið „ . .. bindandi . . . “ í 1. gr. samningsins og um beint aðfarai- hæfi28) þeirra, sbr. 4. gr. samningsins. 1 4. gr. kemur fram, að að- fararhæfir dómar uppkveðnir á Norðurlöndum eru aðfararhæfir hér á landi án milligöngu hinna almennu dómstóla, þ.e.a.s. þeir hafa það, sem stundum hefur verið kallað beint aðfararhæfi.29) í 2. gr. samningsins er það talið upp, hvað teljist jafnsett aðfarar- hæfum dómum. Eru þar nefndir yfirvaldsúrskurðir í Finnlandi og Svíþjóð um greiðsluskyldu í málum, þar sem krafan styðst við skulda- bréf eða annað skriflegt sönnunargagn; sættir gerðar fyrir sáttanefnd eða dómi og loks aðfararhæfir úrskurðir, sem felldir eru í einkamálum, annaðhvort í dóminum eða sérstaklega, um bætur fyrir málskostnað eða um þóknun til votta eða sérfróðra manna. Samningurinn gerir ekki kröfu um ríkisfang eða búsetu dómþola, og engin skilyrði eru í samningnum um alþjóðlega lögsögu þess dóm- stóls, er kvað upp dóminn eða úrskurðinn.30) Þó eru sett sérstök skil- yrði að því er varðar viðurkenningu útivistardóma, sbr. 3. gr. samn- ingsins. Undanþegnir ákvæðum samningsins eru dómar, úrskurðir og sættir í atvinnudeilum; dómar varðandi skatta og gjöld til ríkis og sveitar- félaga eða önnur opinber gjöld; dómar varðandi eignarrétt að fast- eign og loks dómar um frændsemi, erfðarétt, ábyrgð erfingja á skuld- um, skipti dánarbúa, meðferð þrotabúa, nauðasamninga án gjaldþrota- skipta eða riftingu réttargernings við gjaldþrotaskipti, sbr. 11. gr. samningsins. 1 4.-9. gr. samningsins eru ákvæði um framkvæmd aðfarar, og í 12. gr. er almennur fyrirvari um það, að samningurinn nái ekki til viðurkenningar eða fullnægju dóma, úrskurða eða sátta, þegar aug- Ijóst er, að það myndi vera ósamrýmanlegt réttarskipulagi landsins. Utan gildissviðs Norðurlandasamningsins frá 1932 falla ákvarðanir þær, sem um er rætt í öðrum þeim Norðurlandasamningum um alþjóð- leg einkamálaréttarákvæði, sem veitt hefur verið lagagildi hér á landi. Um þær ákvarðanir ræðir í eftirtöldum lögum og samningum: a) Lög nr. 29/1931 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta 28) Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 126; O. A. Borum, áður tilvitnað rit á bls. 208. 29) Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 118 og 126. 30) Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 127-128 og O. A. Borum, áður tilvitnað rit á á bls. 208. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.