Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 21
réttarskipulagi landsins“. Samskonar regla er lögfest í 223. gr. dönsku réttarfarslaganna, og í norsku lagavalslögunum frá 1964, sem hafa að geyma lagaskilareglur um lausafjárkaup, er lögfest ordre public regla, sem talin er hafa almennt gildi.20) Þá hafa Þjóðverjar, sem gengið hafa langt í því að lögbinda reglur lagaskilaréttar, lögfest almenna fyrirvarareglu í þessu efni, þar sem segir að útilokað sé að beita er- lendum lögum, þegar það stríðir gegn góðum siðum eða gégn mark- miði þýskra laga.21) Reglan um ordre public er undantekningarregla, sem ekki verður beitt nema veigamikil rök mæli með því. Að öðru leyti vísast um reglu þessa í tilvitnuð fræðirit. Sú staða getur komið upp, að erlendur réttur, sem lágaskilaregla vísar til að beita skuli við úrlausn réttarágreinings, mæli fyrir um það, að reglur dómstólslandsins skuli gilda. Um þetta fjallar renvoi reglan í lagaskilarétti, og er talað um heimvísun þegar vísað er til lex fori, en framvísun þegar vísað er til réttarreglna í þriðja landi. Dæmi um þessa reglu er að finna í lagaskilareglum víxil- og tékkalaga. 1 1. mgr. 79. gr. víxillaga nr. 93/1933 og 1. mgr. 58. gr. tékkalaga nr. 94/1933 er svo fyrir mælt að um hæfi erlendra manna til þess að gangast undir víxilskuldbindingar og tékka fari eftir lögum í því landi, þar sem þeir eiga ríkisfang. 1 lagaákvæðum þessum segir ennfremur svo: „Mæli þau lög svo fyrir, að lögum annars lands skuli beitt, skal eftir hinum síðastnefndu lögum farið.“ Eru þetta einustu dæmi þess að renvoi regluna sé að finna í skráðum réttarheimildum hér á landi. Engin tök eru á að gera þessari reglu nokkur skil í stuttu máli og verð- ur því að vísa til hins almenna hluta lagaskilaréttar í því efni. VI. RÉTTARHEIMILDIR LAGASKILARÉTTAR. Alþjóðlegur einkamálaréttur er hluti landsréttar, svo sem fyrr er getið. Lagaskilareglur þær, sem beitt er við úrlausn ágreiningsefna, eru því hluti af réttarreglum viðkomandi lands. Skal nú stuttlega vikið að helstu réttarheimildum, sem þessi fræðigrein byggir á. Réttarheimildir lagaskilaréttar er fæstar að finna í settum lögum, en einstaka lönd, eins og t.d. Þýskaland, hafa talsvert af skráðum laga- 20) Karsten Gaarder, sama rit bls. 36 og 106, Allan Philip, sama rit bls. 64—72, O. A. Bornm bls. 74—77. 21) „Die Anwendung eines auslandischen Gesetzes ist ausgeschlossen, wenn die Anwendung gegen die guten Sitten oder gegen den Zweck eines deutschen Gesetzes verstossen wiirde.“ (Einfiihrungsgesetz zum Biirgerlichen Gesetzbuch, Art. 30). 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.