Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 7
miAitiT-- l.(il>IIMI)l\(.A 1. HEFTI 38. ÁRGANGUR APRÍL 1988 HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Ekki alls fyrir löngu urðu nokkrar umræður í fjölmiðlum um Hæstarétt, hlutverk hans og eðli, verkefni og vinnubrögð, svo og um val dómenda í réttinn. Tilefnið var ekki síst útkoma ádeilurits eftir hæstaréttarlögmann í Reykjavík og hugleiðingar hans um störf réttarins og vinnubrögð. Margt af því, sem sagt hefur verið um Hæstarétt í þessum umræðum, á við um íslenska dómstóla almennt. En eðlilegt má telja, að Hæstiréttur njóti mestrar athygli, þar sem hann er æðsta dómsstig landsins og íslensk réttar- skipan ætlast til þess, að héraðsdómstólar fylgi fordæmum hans í hliðstæð- um málum. Dómar Hæstaréttar eiga að vera endir allrar þrætu, og þeir eru mikilvægasti efniviðurinn í fræðilegri umfjöllun á mörgum sviðum réttarins. Á hinn bóginn fá tiltölulega fá dómsmál meðferð í Hæstarétti, en raunar oft mjög þýðingarmikil mál. Þess eru og dæmi, að héraðsdómstólar hlíti ekki fordæmum Hæstaréttar. Hlutverk Hæstaréttar gagnvart þegnunum er að meginstefnu tvíþætt: 1) Að leiða réttarágreining til lykta. 2) Að lýsa vanþóknun samfélagsins á tiltek- inni breytni manna og hafa áhrif á hana til frambúðar. Með fyrra atriðinu er fyrst og fremst miðað við einkamál, þar sem aðilar deila um réttindi og skyldur. Síðara atriðið lýtur fremur að hlutverki dómstóla í skaðabótamálum og refsimálum. Verkefni Hæstaréttar mótast aðallega af hefðbundnu hlutverki dómstóla eins og þvt var nú lýst. Smám saman hafa orðið nokkrar breytingar á teg- undum sakarefna, sem réttinum berast. Hæstiréttur íslands getur ekki valið úr þeim málum, sem til hans er skotið, svo fremi þau uppfylli skilyrði kæru eða áfrýjunar. Breytingar á verkefnum réttarins hafa því komið utan frá, en ekki innan frá, sbr. hins vegar þá skipan, sem gildir hjá hæstarétti Banda- ríkjanna. Breytt gildismat og örar breytingar á þjóðfélagsháttum, sem lög- gjafinn er ekki ætíð í takt við, hafa með ýmsu móti sett mark sitt á þau mál, sem til Hæstaréttar koma. Þannig tíðkaðist ekki til skamms tíma, að sjúkl- 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.