Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 7
miAitiT-- l.(il>IIMI)l\(.A 1. HEFTI 38. ÁRGANGUR APRÍL 1988 HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Ekki alls fyrir löngu urðu nokkrar umræður í fjölmiðlum um Hæstarétt, hlutverk hans og eðli, verkefni og vinnubrögð, svo og um val dómenda í réttinn. Tilefnið var ekki síst útkoma ádeilurits eftir hæstaréttarlögmann í Reykjavík og hugleiðingar hans um störf réttarins og vinnubrögð. Margt af því, sem sagt hefur verið um Hæstarétt í þessum umræðum, á við um íslenska dómstóla almennt. En eðlilegt má telja, að Hæstiréttur njóti mestrar athygli, þar sem hann er æðsta dómsstig landsins og íslensk réttar- skipan ætlast til þess, að héraðsdómstólar fylgi fordæmum hans í hliðstæð- um málum. Dómar Hæstaréttar eiga að vera endir allrar þrætu, og þeir eru mikilvægasti efniviðurinn í fræðilegri umfjöllun á mörgum sviðum réttarins. Á hinn bóginn fá tiltölulega fá dómsmál meðferð í Hæstarétti, en raunar oft mjög þýðingarmikil mál. Þess eru og dæmi, að héraðsdómstólar hlíti ekki fordæmum Hæstaréttar. Hlutverk Hæstaréttar gagnvart þegnunum er að meginstefnu tvíþætt: 1) Að leiða réttarágreining til lykta. 2) Að lýsa vanþóknun samfélagsins á tiltek- inni breytni manna og hafa áhrif á hana til frambúðar. Með fyrra atriðinu er fyrst og fremst miðað við einkamál, þar sem aðilar deila um réttindi og skyldur. Síðara atriðið lýtur fremur að hlutverki dómstóla í skaðabótamálum og refsimálum. Verkefni Hæstaréttar mótast aðallega af hefðbundnu hlutverki dómstóla eins og þvt var nú lýst. Smám saman hafa orðið nokkrar breytingar á teg- undum sakarefna, sem réttinum berast. Hæstiréttur íslands getur ekki valið úr þeim málum, sem til hans er skotið, svo fremi þau uppfylli skilyrði kæru eða áfrýjunar. Breytingar á verkefnum réttarins hafa því komið utan frá, en ekki innan frá, sbr. hins vegar þá skipan, sem gildir hjá hæstarétti Banda- ríkjanna. Breytt gildismat og örar breytingar á þjóðfélagsháttum, sem lög- gjafinn er ekki ætíð í takt við, hafa með ýmsu móti sett mark sitt á þau mál, sem til Hæstaréttar koma. Þannig tíðkaðist ekki til skamms tíma, að sjúkl- 1

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.