Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 62
skýrum ákvæðum annarra laga sé kæra heimil. Má þar sem dæmi nefna 4. mgr. 5. gr. einkamálalaganna sbr. lög nr. 28/1981, en þar segir að ákvarðanir héraðsdómara um réttarsáttir megi kæra til æðra dóms inn- an þriggja mánaða frá því að bókað var um hana í þingbók eða dóma- bók skv. 3. gr. Um þetta má vísa til ritgerðar Theódórs B. Líndals um upphaf áfrýjunarheimildar í Tímariti lögfræðinga, XV. og XVI. árg. 1965 og 1966, bls. 82, en þar lýsir hann þeirri skoðun sinni að heim- ildir til að kæra dómsathafnir séu tæmandi taldar í 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 57/1962. Þá má einnig um þetta atriði vísa til Almennrar lögfræði,8 en þar segir að af aðdraganda að setningu laga nr. 57/1962 megi ráða að ætl- unin hafi verið að skipa kæruheimildum á tæmandi veg og verði þær a.m.k. ekki grundvöllur að lögjöfnun. Samkvæmt því sem að framan segir er niðurstaða mín sú að heim- ild til þess að kæra synjun dómara á framlagningu gagna í dómsmáli sé ekki að finna í f-lið 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973. Þessi kæruheimild á við dómsathafnir sem ætlunin var að heimila sérstaklega með lögum, en var ekki gert. (Sjá þó ritgerð Theódórs B. Líndals um kæru til Hæstaréttar í einkamálum í 1. hefti Tímarits Lögfræðinga 1966, bls. 38, en T.B.L. telur að verið geti að með f-liðnum hafi þessar dómsathafnir óbeint verið heimilaðar. Kæruheimildin á þá við ef slík- ar dómsathafnir væru kærðar, sbr. t.d. Hrd. 1987:34. Kæruheimildin gæti og átt við sömu dómsathafnir sem nú eru heimilar að lögum, eins og dómkvaðningu mats og skoðunarmanna, sbr. þó d-lið 21. gr. laga nr. 75/1973). Þá er heimild til að kæra synjun á framlagningu gagna ekki að finna í öðrum liðum 1. tl. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 75/1973 og lögjöfnun frá þeim og rýmkandi lögskýringu verður að telja óheimila. Ákvæði í öðrum lögum sem heimila kæru á synjun á framlagningu gagna í dómsmáli virðist ekki vera að finna. Niðurstaðan verður því sú að kæra til Hæstaréttar á synjun dóm- ara á framlagningu gagna í dómi sé ekki heimil að lögum. Annað mál er það hvort æskilegt væri að lögtaka slíka heimild. Vera kann að þessi niðurstaða mín orki tvímælis. Hæstiréttui' hefur a.m.k. komist að þeirri niðurstöðu að kæruheimild af þessu tagi sé að finna í f-liðnum, sbr. t.d. Hrd. 1982: 1368 og Hrd. 1983: 921. 8 Ármann Snævarr, Almenn lögfræði. Reykjavík 1972, bls. 379 og 380. Sjá og Ármann Snævarr, Almenn lögfræði, síðara bindi. Reykjavík 1987, bls. 292. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.