Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 56
Ákvörðun um hafningu máls, 1. mgr. 119. gr. Úrskurðir er varða vitni og vitnaskyldu, 4. mgr. 128. gr., 2. og 3. mgr. 131. gr. og 3. mgr. 135. gr. Úrskurðir matsdómara, 1. mgr. 143. gr. Úrskurðir um atriði er í 145.-149. gr. greinir en þau varða skyldu aðila til að leggja fram skjöl í dómsmáli, 151. gr. Úrskurðir í eiðsmálum, 169. gr. Úrskurðir um endurupptöku eiðsmála, 1. mgr. 170. gr. Ákvörðun um réttarfarssektir, 2. mgr. 189. gr. Ekki er að sjá að bein heimild til þess að kæra synjun dómara á framlagningu gagna hafi verið að finna í eml., þótt kæruheimildirnar væru víðtækar. En þess verður að gæta að kæruheimildirnar virðast hafa verið skýrðar rúmri lögskýringu. Er hér rétt að tilfæra forsendur í dómi Hæstaréttar 1952:411. Kærður var til Hæstaréttar úrskurður héraðsdómara samkvæmt 120. gr. laga nr. 85/1936 um öflun nýrra gagna í máli og þess krafist aðal- lega að úrskurðurinn yrði ómerktur. í forsendum Hæstaréttar segir svo: „Hvorki 120. gr. laga nr. 85/1936 né nokkurt annað lagaákvæði heimilar berum orðum að kæra til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um öflun nýrra sakargagna. Eigi verður slík heimild heldur leidd af neinu lagaákvæði né af almennum lagarökum. Ber því að vísa kæru- máli þessu frá Hæstarétti." Forsendur þessar verður að skilja svo að Hæstiréttur hafi talið að kæru til dómsins mætti byggja á heimild í almennum lagarökum. Einn- ig að lögjöfnun væri heimil. 1 Hrd. 1952:61 var felldur úr gildi úrskurður héraðsdómara um að heimila framlagningu skjals, en þess ekki getið á hvaða heimild kær- an byggðist. I Hrd. 1960:575 var staðfestur úrskurður héraðsdómara um að hafna kröfu stefnanda um að framlagning fjögurra skjala yrði ekki leyfð. Kæruheimildar er ekki getið í dóminum. Hins vegar er sagt í efnisskrá dómasafnsins að úrskurðurinn hafi verið kærður samkvæmt 151. gr. laga nr. 85/1936. Reyndar er vandséð að beina heimild þessarar kæru hafi verið að finna í 151. gr. eml. En hvað sem því líður verður að telja ljóst af tveimur síðastnefndu dómum Hæstaréttar að hann hafi talið heimilt að kæra til dómsins bæði heimild og synjun héraðsdómara á fram- lagningu skjala í dómsmáli. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.