Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 48
að dómur hins danska dómstóls í því máli sé ekki bindandi úrlausn
fyrir íslenska dómstóla, enda liggi ekki annað fyrir en að Hafskip h.f.
hafi aldrei sótt þing í sjó- og verslunardómsmálinu. Séu því ekki fyrir
hendi forsendur til undantekninga samkvæmt 1.-3. tl. 3. gr. Norður-
landasamningsins um frávik frá þeirri meginreglu samningsins, að
útivistardómar kveðnir upp í einu samningslandanna hafi ekki áhrif
í öðru þeirra.
Þá var og til þess vitnað í úrskurði skiparéttarins, að skv. 1. tl. 11.
gr. Norðurlandasamningsins yrði efnisúrskurður skiptaréttarins í
málinu ekki bindandi fyrir hinn danska dómstól. Þá sagði orðrétt:
„Samkvæmt þessum réttarheimildum verður ekki séð, að í máli þessu
séu fyrir hendi þær aðstæður, sem reglu 3. mgr. 104. gr. laga nr.
85/1936 er ætlað að hindra. Af þeim ástæðum, sem nú hafa verið
greindar, þykja ákvæði laga nr. 85/1936 ekki standa í vegi fyrir að
leyst verði úr efni ágreinings málsaðilja með úrskurði þessum.“
Til grundvallar niðurstöðu skiptaréttarins um framangreint álita-
efni virðist liggja það sjónarmið, að þar sem hinn danski útivistar-
dómur yfir Hafskipi h.f., ef upp yrði kveðinn, nyti ekki viðurkenn-
ingar hér á landi, sé ekki rétt, að framangreind málshöfðun fyrir sjó-
og verslunardómi Kaupmannahafnar hafi „litis pendens“ áhrif hér á
landi. Líklegt má telja, að íslenskir dómstólar leggi það sjónarmið,
sem fram kemur í úrskurði þessum, til grundvallar úrlausnum sínum,
þegar líkt stendur á og í því máli.
f Danmörku, Noregi og Svíþjóð er ekki við settar lagareglur að
styðjast um „litis pendens“ verkanir erlendrar málshöfðunar. Þar er
þó almennt við það miðað, að óútkljáð mál, sem höfðað hefur verið
erlendis á undan máli, sem höfðað er um sama sakarefni milli sörnu
aðilja í löndum þessum, hafi „litis pendens“ verkanir þar, ef gera má
ráð fyrir, að dómur sá, sem upp verður kveðinn erlendis, hafi réttar-
verkanir í löndum þessum.56)
Nokkur skoðanamunur virðist vera hjá dönskum fræðimönnum um
það, hvort höfðun skilnaðarmáls erlendis sé því til fyrirstöðu, að
skilnaðarmál milli sömu aðilja verði höfðað fyrir dönskum dómstólum.
Torben Svenné Schmidt57) bendir á, að í skilnaðarmálum hafi því
jafnan verið hafnað af dönskum dómstólum að viðurkenna „litis pend-
ens“ verkanir erlendrar málshöfðunar, þegar á slíkt hefur reynt þar
56) Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret, bls. 355; Komm-
enteret Retsplejelov, I. bindi. Kaupmannahöfn 1982, bls. 219; Allan Philip, áður
tilvitnað rit á bls. 131.
57) Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret, bls. 357.
42