Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 60
viðurlög á hendur þeim fyrir vanrækslu í starfi, þóknun þeim
til handa og önnur atriði, er varða matsstarfann.
5. Skyldu gagnaðilja eða þriðja manns til að leggja fram skjöl
eða aðra hluti og viðurlög vegna tregðu til þess.
6. Synjun að afla gagna fyrir dómi til tryggingar á sönnun og
synjun um öflun gagna erlendis.
7. Ákvörðun um tryggingu fyrir málskostnaði.
8. Synjun að taka stefnu gilda vegna ónógrar málsreifunar.
9. Synjun að heimila meðalgöngu.
10. Að frestur skuli veittur.
11. Réttarfarssektir.
12. önnur atriði, er segir í lögum þessum.
1 greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ætlunin var að tak-
marka kæruheimildir frá því sem verið hafði og heimila kærumeð-
ferð í þeim tilvikum þar sem hennar virtist helst þörf og séu flest
þeirra talin upp í 287. gr. Eins kemur fram í greinargerðinni að á því
hafi borið að kæruleiðin væri misnotuð.
Rétt er að vekja sérstaka athygli á 6. tl. 287. gr. Hann var nýmæli,
þessa kæruheimild hafði ekki verið að finna í einkamálalögunum. Þess
var heldur ekki von, því þarna er augljóslega átt við kæru á úrskurð-
um vegna hinna nýju heimilda sem ætlunin var að lögtaka, en orða-
lag töluliðarins er sótt beint í fyrirsagnir XIII. og XIV. kafla frum-
varpanna frá 1955 og 1961.
Árið 1961 var einnig lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um
Hæstarétt Islands,5 og ætlunin var sú að þetta frumvarp og frum-
varpið til laga um meðferð einkamála í héraði yrðu samferða í gegn-
um þingið.6 Svo varð ekki, en frumvarpið til laga um Hæstai'étt ís-
lands varð að lögum nr. 57/1962.
Við frumvarpið til laga um Hæstarétt Islands var m.a. flutt sú
breytingartillaga7 við 21. gr. frumvarpsins að 1. tl. hennar orðaðist svo,
en greinin byrjar á þessum orðum: „Kæru til Hæstaréttar sæta“:
1. Úrskurðir héraðsdómara um:
a. Að víkja eigi sæti.
b. Að mál skuli falla niður eða því vísað frá dómi.
5 A-deild Alþingistíðinda 1961, bls. 410.
6 A-deild Alþingistíðinda 1961, athugasemdir við frumvarp til laga um Hæstarétt íslands,
bls. 418.
7 A-deild Alþingistíðinda 1961, bls. 1295.
54