Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 45
dóma og sátta, heldur eftir lagaskilareglum íslensks réttar á sviði samningaréttar.51) IX. SKILNAÐARÚRLAUSNIR YFIRVALDA. Samkvæmt ákvæðum 43. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar má leita skilnaðar hér á landi ýmist fyrir yfirvaldi eða dómstólum. Því er misjafnlega háttað í einstökum ríkjum, hvort skiln- aður er veittur hjá dómstólum eingöngu eða yfirvöldum eingöngu, eða hvort beggja kosta er völ eins og hér á landi. 1 kafla VI hér að framan er gerð grein fyrir réttaráhrifum erlendra skilnaðardóma hér á landi. Álitaefni er, hverjar réttarverkanir þær erlendu skilnaðarúrlausnir hafa hér á landi, sem veittar eru af erlend- um stjórnvöldum. Samkvæmt dönskum rétti52) er ekki um það deilt, að viðurkenna beri skilnaðarákvarðanir erlendra yfirvalda, þegar yfirvaldið hefur að lögum eigin lands verið bært til þess að veita skilnaðinn. Sú regla sýnist skynsamleg, enda mæla öll sömu rök með því að viðurkenna slíka skiln- aði eins og þá, sem veittir eru af dómstólum. Meira vafamál er hins vegar, hver réttaráhrif einhliða ákvarðanir hjóna (annars eða beggja) um skilnað hafa, jafnvel þótt slíkar ákvarð- anir hefðu réttarverkanir í því landi, þar sem þær voru teknar.52) X. „LITIS PENDENS“ ÁHRIF MÁLSHÖFÐUNAR ERLENDIS. Rétt er að víkja að því nokkrum orðum, hvort málshöfðun erlendis geti haft svokölluð „litis pendens“ áhrif á málshöfðun hérlendis út af sama sakarefni milli sömu aðilja. Með „litis pendens“ áhrifum er hér átt við þau réttaráhrif þingfestingar máls, að eftir þingfestingu sé ekki heimilt að gera sömu kröfu milli sömu aðilja í öðru dómsmáli, og sé það gert, varði það frávísun seinna málsins.53) Norðurlandasamningurinn frá 1932 um viðurkenningu dóma og full- nægju þeirra hefur engin ákvæði að geyma um „litis pendens“ áhrif. Á hinn bóginn er slík ákvæði að finna í áðurgreindum Norðurlanda- samningi frá 1977, sem íslendingar hafa undirritað, en ekki leitt í lög, eins og fyrr segir. I 11. gr. hans kemur fram sú regla, að málshöfðun 51) Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 122. 52) Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret, bls. 385. 53) Sjá ákvæði 3. mgr. 104. gr. laga nr. 85/1936. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.