Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Síða 45
dóma og sátta, heldur eftir lagaskilareglum íslensks réttar á sviði samningaréttar.51) IX. SKILNAÐARÚRLAUSNIR YFIRVALDA. Samkvæmt ákvæðum 43. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar má leita skilnaðar hér á landi ýmist fyrir yfirvaldi eða dómstólum. Því er misjafnlega háttað í einstökum ríkjum, hvort skiln- aður er veittur hjá dómstólum eingöngu eða yfirvöldum eingöngu, eða hvort beggja kosta er völ eins og hér á landi. 1 kafla VI hér að framan er gerð grein fyrir réttaráhrifum erlendra skilnaðardóma hér á landi. Álitaefni er, hverjar réttarverkanir þær erlendu skilnaðarúrlausnir hafa hér á landi, sem veittar eru af erlend- um stjórnvöldum. Samkvæmt dönskum rétti52) er ekki um það deilt, að viðurkenna beri skilnaðarákvarðanir erlendra yfirvalda, þegar yfirvaldið hefur að lögum eigin lands verið bært til þess að veita skilnaðinn. Sú regla sýnist skynsamleg, enda mæla öll sömu rök með því að viðurkenna slíka skiln- aði eins og þá, sem veittir eru af dómstólum. Meira vafamál er hins vegar, hver réttaráhrif einhliða ákvarðanir hjóna (annars eða beggja) um skilnað hafa, jafnvel þótt slíkar ákvarð- anir hefðu réttarverkanir í því landi, þar sem þær voru teknar.52) X. „LITIS PENDENS“ ÁHRIF MÁLSHÖFÐUNAR ERLENDIS. Rétt er að víkja að því nokkrum orðum, hvort málshöfðun erlendis geti haft svokölluð „litis pendens“ áhrif á málshöfðun hérlendis út af sama sakarefni milli sömu aðilja. Með „litis pendens“ áhrifum er hér átt við þau réttaráhrif þingfestingar máls, að eftir þingfestingu sé ekki heimilt að gera sömu kröfu milli sömu aðilja í öðru dómsmáli, og sé það gert, varði það frávísun seinna málsins.53) Norðurlandasamningurinn frá 1932 um viðurkenningu dóma og full- nægju þeirra hefur engin ákvæði að geyma um „litis pendens“ áhrif. Á hinn bóginn er slík ákvæði að finna í áðurgreindum Norðurlanda- samningi frá 1977, sem íslendingar hafa undirritað, en ekki leitt í lög, eins og fyrr segir. I 11. gr. hans kemur fram sú regla, að málshöfðun 51) Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 122. 52) Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret, bls. 385. 53) Sjá ákvæði 3. mgr. 104. gr. laga nr. 85/1936. 39

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.