Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 4

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 4
Auðunn Auðunsson er tæplega sjötugur togaraskipstjóri sem man tímana tvenna. Hann ólst upp við árabátaútgerð á Vatnsleysuströnd en 13 ára varð hann háseti á síldarbát fyrir Norðurlandi. Skömmu eftir 1950 tók hann þátt í fyrstu tilraunum til veiða í flottroll hér vib land. Hann endur- bætti vinnuaðstöðu á síðutogurum, beitti sér fyrir fiskileitarleiböngrum til Grænlands og var skipstjóri á Narfa sem var fyrsti frystitogari íslend- inga. Hann var skipstjóri og leiðbeinandi á fyrstu skuttogurum íslendinga og inargir togaraskipstjórar lærðu til verka undir hans verndarvæng. Hann hefur stýrt mýmörgum skipum, alltaf haft opin augun fyrir nýjung- Viðtal: um< stöbugt leitað ab betri lausnum og verib óhræddur vib að tjá sig um Páll Ásgeir Ásgeirsson. friðun, veibiaðferbir, mebferð afla og hvab eina sem lýtur ab fiskveibum. 4 ÆGIR DESEMBER 1994 13 ára á síld Hvenœr byrjaðir þú til sjós? „Ég var 13 ára gamall og var á síld á Gunnari Hámundarsyni sem veiddi í reknet. Gunnar var 18 tonna bátur. Á svona bát róa menn í dag með 4-5 rúllur og flýta sér heim á kvöldin. Við komum stundum með á annað hundr- að tunnur af síld í land. Árið eftir var ég á Júlíusi Björnssyni frá Keflavík sem var 22 tonn og þótti miklu meira skip. Faðir minn var formaður á báðum þessum bátum. Þá voru ekki allir kall- aðir skipstjórar þó þeir séu kallaðir skipstjórar í dag á litlum skakbátum." Á fóðurleifð Auðuns á Minni-Vatns- leysu rekur Þorvaldur Guðmundsson nú stœrsta svínabú í Evrópu. Þar var skroppið fram í þarann efvantaði í soð- ið og Auðunn fékk að fijóta með strax og Imnn hafði aldur til, 6-7 ára. Auðunn útskrifaðist úr Stýrimanna- skólanum 1947 og segir að það hafi aldrei komið neitt annað til greina. Þetta hafi verið það eina sem hugur hans stóð til að lœra. Fjórir brœður Auðuns hafa verið skipstjórar og trúlega var Sœmundur þeirra þekktastur en hann var elstur, f. 1917. „Sæmundur tók að sér skipstjórn á nýsköpunartogaranum Kaldbak þegar hann kom nýr til landsins og kenndi Akureyringum togaramennsku sem þeir búa enn að. Dugnaður og að fara vel með fiskinn er það sem gildir. Ég naut góðs af þessu þegar ég var að manna Sigurð RE upp úr 1960 og sótti þá menn til Akureyrar." Byrjaði vel með Kaldbak Auðunn var stýrimaður hjá Sœmundi og Kaldbakur var fyrsta skipið sem hann fór með sem skipstjóri. Það var sumarið 1950 og fyrsti túrinn gaftón- inn fyrir ferilinn. „Okkur gekk ágætlega í þessum túr. Við sóttum rúmlega 400 tonn af karfa á 4 sólarhringum. Þetta ár fór ég fjóra túra meö Kaldbak og sótti samtals 1700 tonn á tæplega 20 dögum. Á þessum árum voru nýfundin karfamið á hryggnum út af Breiðafirði og á hryggjum út af Víkurál og aflinn var mjög góður. Þetta ár fiskaði Kaldbakur um 10 þúsund tonn en var ekki að nema í 6-7 mánuði. Þetta var einkum karfi nema einn túr sem ég fór og lenti í ufsamoki á Halanum og fyllti skipið á fjórum dögum. Úr þeim farmi fengust 25 tonn af lýsi. Margir hafa hneykslast á því að all- ur þessi afli skyldi fara í bræöslu en sannleikurinn var sá að á árunum eftir stríðið var verð á lýsi og mjöli mjög hátt. Fyrir ufsatúrinn sem ég minntist á fengust 7500 pund í útflutningsverð- mæti. Kaldbakur var þá tveggja ára gamall og kostaði nýr 105 þúsund pund. Þessi eini túr skilaði því 7% af kaupverði skipsins." Miðað við að svipað lýsishlutfall hafi verið í karfa og ufsa og svipað verö fengist má reikna með að aflaverðmœti Kaldbaks árið 1950 hafi verið 160-170 þúsund pund. Þess má geta að árið eft- ir, 1951, fór heildarkarfaafli á íslands- miðum í 166 þúsund tonn og hefur aldrei orðið meiri. Eftir tiltölulega skamma dvöl á Ak- ureyrartogurum lá leið Auðuns til Reykjavíkur á ný og nú til þess að taka við Fylki sem gerður var út frá Reykja- vík. „Staðreyndin var sú að eftir að ég var með Kaldbak þá gat ég valið úr mörgum tilboðum um skipstjórn." Fylkir fór í loft upp Fylkir varð eitt hans helstu skipa og fylgdi honum nokkuð. „Hann fylgdi mér þangað til hann sprakk í loft upp norður af Horni 14. nóvember 1956. Við fengum tundur- dufl í trollið og það sprakk. Sem betur fer varð mannbjörg. Ég þakka það úr- valsmannskap og því að um áramótin áður voru settir styrktarbitar í hann en þessi skip voru of veikbyggð um miðj- una. Hefði þetta ekki verið gert hefði hann brotnað um miðjuna. Þannig fór Egill rauði sem strandaði undir Grænuhlíð." Duflið sprakk við síðuna meðan verið var að snörla belginn. Það varð mönn- um á dekkinu til lífs að Fylkir tók djúpa veltu frá trollinu í sömu andrá og hall- aði því frá högginu. Trollið hvarf við sprenginguna og stórt gat kom á síðuna og sökk skipið á stuttum tíma. „Við gátum losað lífbátinn eftir mikið basl og fórum allir, 30 talsins, í hann. Það var stinningskaldi en veöriö var að ganga niður eftir vestanrok. Skip í nágrenninu tóku okkur um borð eftir að hafa heyrt neyðarkall. Það var reyndar dálítið einkennilegt því öll loftnet, möstur og tæki skemmdust við ÆGIR DESEMBER 1994 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.