Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 17
Leiðrétting
í 10. tbl. Ægis var grein um út-
hafsveiðar og möguleika íslendinga
til veiða á ýmsum stofnum á ýms-
um svæðum. Þar gætti ónákvæmni
sem skrifast á reikning blaösins og
eru hlutaðeigendur beðnir afsökun-
ar.
Tvennt er rétt að skýra ögn betur.
1. Áriöl958 voru farnir 2 rann-
sóknarleiðangrar til Nýfundnalands.
í þessurn leiðöngrum fundust tvö
fengsæl karfamið, Sundáll og Ritu-
banki.
2. Blálönguaflinn komst mest í
um 8.000 tonn árið 1980 en lækk-
aði fljótlega aftur niður í 2.000
tonn. Vegna veiða á Franshól komst
aflinn aftur upp í 5.000 tonn árið
1993.
Fyllsti Pólverji í heimi
Drukkinn Pólverji, sem komst
undir mannahendur setti heimsmet
en í blóði hans mældust 7,2 prómill
af áfengi. Læknar trúðu vart sínum
eigin augum fyrr en eftir þrjár mæl-
ingar sem öllum bar saman. Venju-
lega duga 1,5-2,0 prómill til þess að
skeröa dómgreind manna og hreyfi-
getu umtalsvert. Það fylgir sögunni
að þremur dögum seinna mældust
enn 3 prómill í blóði Pólverjans.
(Fiskaren nóv. 1994)
Kolmunninn kemur til
Leiðangursstjóri japanska rann-
sóknaskipsins Skinkai Maru fullyrðir
að kolmunninn geti staðiö undir
iðnaði sem veltir milljörðum ekki
síður en síld og makríll. Einkum eru
bundnar vonir við að nýta
kolmunnann til surimi-framleiðslu.
Nú fara 99,9% kolmunnaafla í heim-
inum til mjölframleiðslu. í Japan er
góður markaður fyrir surimi, sem er
nokkurs konar fiskfars.
(Fiskaren nóv 1994)
Risaáll veibist í Svíþjób
Risaáll, fjögur kíló að þyngd og
1,28 metrar á lengd, veiddist við
strendur Svíþjóðar nýlega. Venjulega
eru slíkar skepnur í kringum kíló og
60-70 cm langar enda muna elstu
álaveiðimenn þar um slóðir ekki
annan eins feng og þennan.
(Yrkesfiskaren nóv. 1994)
MESA
M 900
Við kynnum M 900 B gellu og kinnaskurðarvélar
• M 900 - vélin sker gellur og kinnar
• M 900 - sýningarvél á staðnum
LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA
mótorar
Eigum á lager hina
viðurkenndu DUTCHI
ralmótora
o Austurströnd 1-170 Seltjarnarnes
■'* Sími: 91-625580 • Heima: 91- 27865
Fax: 91-625585
0,25 - 90 kl/V220/380 ■ 380/600 volt
fíllar gerðir llansa
HAGSTÆÐ VERÐ
SKIPAVARAHLUTIR HF.
ÆGIR DESEMBER 1994 17