Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 12
beint að veiðunum, t.d. meðferð fisksins, og reyndi að
miðla því áfram."
Fiskikassarnir hroðaleg mistök
„Fiskikassarnir sem keyptir voru um borð í flesta skuttog-
ara voru hroðaleg mistök. Ég var búinn að sýna fram á það
um borð í Sigurði að með því að fjölga hillum og hafa að-
eins 30 sentimetra á milli þeirra í stað 80 var hægt að lengja
geymslutímann hiklaust um viku og geyma fiskinn
óskemmdan í 24 daga í ís.
Kassarnir eru norsk uppfinning og rétt náðu að halda ís-
fiski óskemmdum í 7 daga. Norðmenn gáfu upp sex daga
geymslutíma. Þetta var náttúrlega afturför en þetta athugaöi
ekki nokkur maður. Það sá hver maður að eftir 7-10 daga
veiðiferð tók viku að vinna aflann. Þetta var hörmungartími.
Svo fóru strákar í Fiskvinnsluskólanum ab vekja athygli á
þessu. Eitt árið voru 130 þúsund tonn stórskemmd eingöngu
út af þessu. Ég talaöi um þetta í útvarpið og tók málstað
strákanna i Fiskvinnsluskólanum. Kristján Ragnarsson þrætti
náttúrlega fram í rauðan dauðann og mótmælti þessu.
Eg skal ekkert segja um körin sem nú er farið að nota því
ég hef ekki unniö með þau en Hollendingar og Belgar voru
farnir að nota þau löngu á undan okkur."
Auðutin átti þátt í bœttum vinnubrögðum í fiskmeðferð
miklu fyrr.
„Það var 1955 að við urðum seinir fyrir á gamla Fylki í
sölutúr. Þá tók ég eftir því hvab slægði karfinn var miklu
fallegri en hinn. Þvotturinn hlaut að vera skýringin. Eftir
þetta lét ég þvo allan karfa sem við veiddum áður en hann
var ísaður. Geymsluþolið jókst um helming við þvottinn.
Svo tóku þetta allir upp á flotanum.
Þannig getur þetta verið. Margir hafa hlutina fyrir augun-
um en þab eru ekki allir sem sjá."
Þetta var alltaf skemmtilegt
Varstu hœttur til sjós þegar kvótakerfið var sett á?
„Já, ég var hættur. Ég kynntist skrapdagakerfinu og slík-
um hömlum en ég var hættur þegar kvótakerfið eins og það
er í dag var sett á. Það hefði aldrei átt að stækka flotann
meira en hann var þá en svo komu pólitíkusar hver á eftir
öðrum í stól sjávarútvegsráðherra og allir bættu þeir
nokkrum skipum við.
Ég hefði alveg treyst mér til þess að stunda veiðar undir
kvótakerfi. Ég sé ekkert sem mælir á móti því.
Ég hef á mínum ferli verið skipstjóri á fjöldamörgum
skipum og má segja að ég hafi verið hálfgert flökkudýr. Ég
hef alltaf verið að leita að einhverju betra og ekki hikað við
að skipta um þegar mér hefur þótt kominn tími til. Hvab
sem um það má segja þá hefur þetta alltaf verið skemmti-
legt." □
AIRSEP TURBINU, SVEIFARHUSS/EIMOLIUSKILJA
AIRSEP skiljunni er komið fyrir á loftinntaki túrbínu og barki ertengdurvið útöndunarstútvélar.
Vinnuferill AIRSEP:
Sogar eim úr sveifarhúsi og myndar þar undirþrýsting sem kemur í
veg fyrir olíuleka, smit meö samskeytum og pakkdósum.
Skilur olíu frá eim (ca.30% olía) sem rennur aftur í sv.h.
Eimur (brennisteinssambönd og fl.) fer inn á túrbínu og brennur í vél.
AIRSEP kemur í veg fyrir heilsuspillandi loft, óþrifnaö, slysahættu og
aukið viðhald.
HVALEYRARBRAUT 3, HAFNARFIRÐI. SÍMI: 91 - 651236, FAX: 91 - 651263
12 ÆGIR DESEMBER 1994