Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 22

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 22
einnig höllum fœti en veiðar og útgerð frystitogara skila hagnaði. Með því að skipta Gnúpi út fyrir frystiskip er því reksturinn treystur og sérstakiega horft til karfavinnslu en áður var karfinn seldur í gámum eða á tnarkað og brá til beggja vona með hagnað afþví. En hvaða áhrifhefur þessi breyting á mannahald? Fœkkar mönnum þegar vinnslan er fœrð út á sjó eins og gert er með kaupum á Guðbjörginni? „Nei. l>að fjölgar um 10 því það þarf fleiri í áhöfn á frystiskipi en ísfisktog- ara. Við stefnum á að halda saltfisk- vinnslunni óbreyttri með aðkeyptu hráefni." Guðbjörginni verður breytt í vinnslu- skip hér heima, leitað verður tilboða í breytingar á skipinu og reiknað með því að þœr kosti 50 milljónir, en Þorbjöm hf. á talsvert af þeim vélum sem þarf um borð. Skipið er 13 ára gamalt og þeir brœður telja aö með góðri meðferð eigi það 12-14 ár eftir enn. „Eiginfjárstaða okkar er góð og skuldastaöan viðunandi. Fyrirtækið skilar hagnaði og hefur gert í nokkur ár. Með þessum skipakaupum aukum við skuldir fyrirtækisins nokkuð en einnig tekjurnar og þannig eykst hagn- aðurinn." Þorbjörn hf. hefur lengi staðið í samningaviðrœðum við Norðmennina sem eru að selja gömlu Guðbjörgina. Marga lausa enda þurfti að Imýta og ganga frá ýmsum pappírum. Þorbjörn bar lengi víurnar í Sigurvon á Suðiireyri en ekki varð af þeim kaupum. Brœður segja að samningar hafi legið fyrir þeg- ar pólitík hljóp í málið og sveitarstjóm- in keypti skipið. Saltfisksala Þorbjöm hf. er stór hluthafi í SÍF og selur allar sínar afurðir þar í gegn. Þeg- ar SÍF var breytt í hlutafélag gaf Gunn- ar Tómasson ekki kost á sér í stjóm SÍF þar sem liann hafði áður setið. Hvers vegna? „Mér fannst eðlilegt að breyta til þegar þessar breytingar urðu. Ég hef aldrei litiö á aðstööu SÍF sem einokun heldur sérleyfi sem byggöi á sameigin- legum skilningi saltfiskframleiðenda og stjórnvalda en ekki lögum. Tíminn hefur ieitt í ljós að það var ekki rétt ákvörðun að gefa saltfisksöl- una frjálsa. íslenskir framleiðendur berjast nú innbyrðis á mörkuðunum. Við erum langt komnir með að eyði- leggja fyrir okkur Spánarmarkaðinn með undirboðum og samkeppni þar sem fjöldi aðila er aö gramsa á sama markaðnum." Gunnar bendir á að nú sé yfirleitt betri kostur að sjófrysta þorsk en salta en þessi hlutfóll hafi verið öfug meðan sérleyfis SÍF naut við og breytingin sé skýrt vitni um aftarfór sem orðið hafi. Stundum er sagt að fá íslensk fyrir- tœki lifi af kynslóðaskipti. Hvemig leist Grindvíkingum á það þegar brœðurnir tóku við stjóm fyrirtœkisins af fóður sínum? „Kannski fannst einhverjum við vera fullungir á sínum tíma en ég held að flestir telji að kynslóðaskiptin verði ekki það sem gengur frá þessum rekstri." Stefán Þ. Tómasson ásamt Sigurbirni Guömundssyni skipstjóra. Auðlindaskattur Kvótakerfið, kostir þess og gallar, er það sem útgerðarmönnum stendur naest. Vilja Þorbjarnarmenn breyta þessu kerfi og taka upp auðlindaskatt? „Menn hafa gagnrýnt kvótakerfið fyrir að kvótinn safnist á of fáar hend- ur og kerfið sé vettvangur fyrir allskon- ar brask. Við þekkjum það ekki. Ég tel að kvótakerfið sé ekki gallalaust, en auðlindaskattur væri enn verri því hann kæmi verst niður á þeim smærri og leiddi til enn meiri söfnunar á fárra hendur," segir Stefán. „Ég þekki engan útgerðarmann sem er á kafi í kvótabraski en ég þekki fullt af fólki sem er stöðugt að gaspra um að svo sé. Þetta fólk vill bara rífa niður kerfið en hefur ekki getaö bent á neitt raunhæft í staðinn," segir Gunnar. „Kvótinn er hægt að bítandi að fær- ast frá verr reknum fyrirtækjum til hinna sem betur eru rekin en auð- lindaskattur eða uppboö á kvótum myndi flýta þessari þróun mjög." Fiskistofa og Landhelgisgæsla Nú eru hrœringar í mörgum málum sem tengjast sjávarútveginum. Fiski- stofa var stofnuð og miklar skipulags- breytingar gerðar samfara því. Hvemig fmnst mönnum hafa til tekist? „Það er ekkert neikvætt við að búa til stofnun sem heitir Fiskistofa. En umsvifin eru fullmikil og samstarf við Landhelgisgæsluna ætti að vera meira. Allt tal um að Fiskistofa eignist sín eig- in skip til efirlits er bara rugl," segir Stefán. Gunnar leggur til að sameina þurfi hagsmuni landhelgisgœslu, veiðieftirlits og björgunar og íslendingar þyrftu að eiga fleiri skip eins og Hannes Þ. Haf- stein í Sandgerði, björgunarskip SVFÍ, sem sinnt gœti þessum þáttum öllum. Þetta er sérstakt áhugasvið Gunnars sem hefur tekið mjög virkan þátt í starfi björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík og á sceti í stjóm SVFÍ. „Ég get vel séð fyrir mér svona skip á 7-8 stöðum á landinu sem sinnti hvert sínu svæði." Hvar eru svo helstu sóknarmöguleik- ar Þorbjamar? „Við teljum okkur eiga góða mögu- leika á aukinni sókn í úthafsveiðar meö þessu nýja skipi. Viö höfum ekki verið í rækjuveiðum á úthafinu og bindum miklar vonir við úthafskarf- ann. Við tókum svolítinn þátt í tilrauna- veiðum á þorski í gildrur en það tekur því varla að nefna það." Svo eni þeir brœður roknir hver í sína áttina. Eiríkur fer til Kefavíkur á fund, Gunnar niður í salthús að líta eftir vinnslunni en Stefán um borð í Gnúp- inn sem fer að verða klár í slippinn. □ 22 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.