Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 45

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 45
Betra seint en síðar meir Skáldskapurinn lifir líka í fiskinum og lifnar jafnvel við óskáldlegar skýrslu- gerðir. Það fékk Guðbjörg Ingólfsdóttir starfsmaður í skýrsludeild Fiskifélags Is- lands að reyna þegar Sturla Erlendsson fiskverkandi í ísfold á Eyrarbakka sendi henni síðbúnar skýrslur með þessum vísum. BOSCH ÞJÓNUSTA Tókst mér eftir talsvert puð tölum saman að nurla. Þolinmóð ertu það veit Guð- björg, þig kveð ég, Sturla. Ber ég Guð þér björg í bú blað úr bókhaldinu. Fengið hef ég feikna trú á Fiskifélaginu. Guðbjörg vildi ekki láta eftir liggja skutinn þó rösklega væri róið í fram- rúminu og sendi Sturlu þakkarbréf um hæl. Fegin var að fékk ég svar frá þér núna Sturla. Úr því tókst þér tölurnar týndu saman að nurla. Þetta er sko eilíft puð ekki veit ég hvar ég stæði. Flefði ekki góður Guð gefið mér þolinmæði. Ef þú lætur í þér heyra ekki skal ég vera örg. Því betra er seint en síðar meira að sinni kveð ég þig, Guðbjörg. DIESELVERKSTÆÐI VARAHLUTAÞJÓNUSTA ÁRATUGA ÞEKKING OG REYNSLA í STILLINGUM OLÍUKERFA DIESELVÉLA ORMSSON HF LÁGMÚLA 9, SÍMI 38820 ÆGIR DESEMBER 1994 45

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.