Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 38

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 38
MARS / I x\\ V •r. (< c V t 6 ) / \ / wT-- S jj / f f / íNc— )! / J — & l/ / / / / y / / y M . J l /..? / M J c Cv Cá> i APRÍL *XlL. Mynd 11: Staðsetning toga íslenska flotans eftir mánuðum árið 1994. Grænlandshafi hafi verið djúpkarfi. Hér stöndum við frammi fyrir veru- legu vandamáli: Hvað er úthafskarfi og hvað er djúpkarfi? Vissulega skiptir það miklu máli úr hvorum stofninum er verib ab veiða. T.d. er annar, djúp- karfinn, háður veiðitakmörkunum, a.m.k. hjá íslendingum, en veiði hins, úthafskarfans, er ekki takmörkunum háð, þ.e. ekki ennþá, en að því hlýtur að koma fyrr en síöar. Fyrir veiðarnar - og reyndar afurðirnar líka - hlýtur það að vera ákaflega mikilvægt að skilja þessa tvo stofna að í veiði. En það er hægara sagt en gert. Að vísu eru ýms ytri einkenni, svo sem litarfar, sýking og stærb, sem auðvelda aðgreiningu þessara stofna þótt það verði ekki gert eftir líkamsbyggingu. Sýni sem tekin hafa verið af veiðieftirlitsmönnum um borð í íslenskum veiðiskipum benda til þess að aflinn hafi verið meira og minna blandaöur, djúpkarfi og út- hafskarfi. Við stöndum því frammi fyr- ir ýmsum vandamálum hvað varðar djúpkarfann: 1. Er blöndun á úthafskarfa og djúp- karfa í Grænlandshafi og ef svo er, í hve ríkum mæli? 2. Hver er útbreiðsla djúpkarfans í Grænlandshafi? 3. Hvernig er göngum hans háttað? 4. Eru tengsl milli djúpkarfa í úthafinu og djúpkarfa í köntunum eða er djúpkarfinn í Grænlandshafi sér- stakur djúpkarfastofn í úthafinu? Hver eru þessi tengsl - ef þau eru fyrir hendi? langt SV í hafi en veiðarnar voru svo teknar upp aftur í september en þá miklu norðaustar sem m.a. rennir frek- ari stoðum undir aö úthafskarfinn gangi aftur NA-eftir þegar kemur fram á haustið. Fyrstu árin stunduðu abeins 8-12 ís- lensk skip veiðarnar. Árið 1993 voru þau orðin 16 en fjölgaði snarlega á þessu ári (1994) í 25. Það eru einkum stærri skip flotans, mest frystiskip, sem hafa stundað þessar veiðar, aðeins eitt þeirra var undir 500 tonnum áriö 1994. En upp á síðkastið hafa ísfisktog- arar aukib sókn í stofninn. Úthafskarfi/djúpkarfi I mælingaleiðangri Bjarna Sæ- mundssonar árib 1991 voru tekin fáein djúptog, þ.e. tog dýpra en 500 m. í þessum togum varð vart djúpkarfa sem var jafnstærri en úthafskarfinn og lítið sýktur. Árið eftir (1992) voru tekin fleiri djúptog á ýmsum stöðum og fékkst víðast djúpkarfi. Árið 1992 fóru svo togarar að reyna dýpra en áður við úthafskarfa og 1994 var svo komið að samkvæmt veiðidagbókum var mikill meirihluti toga tekinn á meira en 500 m dýpi. Má því ætla aö mikill hluti afl- ans á úthafskarfaveiðum íslendinga í Vonir standa til ab hægt verbi að sinna fyrstu spurningunni á næsta ári. Það myndi vissulega hjálpa mjög og flýta fyrir niðurstöðum ef skipstjórar skráðu rétt og samviskusamlega dýpt toga og ef um verulegar dýpisbreyting- ar eru aö ræða á togi. Til þess aö svara annarri spurningunni þarf víðtækar skipulagðar tilraunaveiöar í Græn- landshafi. Til að svara þriðju og fjórðu spurningunni, sem teljast verða afar mikilvægar, þarf að gera kerfisbundnar samhliða rannsóknir á djúpkarfa í út- hafinu og í köntunum á mismunandi tímum árs. O 38 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.