Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 37

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 37
Mynd 10: Staðsetning toga íslenska flotans á úthafskarfaveiðum samkvæmt afladagbókum fyrir árin 1989-1994. sem m.a. var farinn til aö sannprófa aðferðina, náði ekki að þekja nema hluta svæðisins. En í leiðangri 1992 var fariö yfir mun stærra svæði. Með því að nota hluta rússnesku mæling- anna þaö ár og bæta þeim við íslensku niðurstöðurnar fékkst mæling upp á 1,9 millj. tonna þótt ekki tækist að fara yfir allt útbreiðslusvæðið. Á þessu ári var stefnt að stórátaki í bergmálsmælingu á úthafskarfa á svæðinu. íslendingar, Norömenn og Rússar ætluðu aö taka höndum saman um leiðangur á þrem skipum í júní- júlí og var leiðangurinn skipulagöur í vinnunefnd á vegum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins vorið 1993 og leiðang- ursstjórar hittust svo í apríl 1994 til að ganga endanlega frá öllu sem varðaði þennan sameiginlega leiðangur. Á síð- ustu stundu hættu Rússar við þátttöku í leiðangrinum og tilkynntu ekki um það fyrr en þeir hefðu átt að vera byrj- aðir. Leiðangursstjóranir á íslenska rannsóknaskipinu, Bjarna Sæmunds- syni, og því norska, Michael Sars, gerðu í skyndi breytingar á áætluninni með það í huga að komast yfir sem stærst svæði þótt skipin væru aöeins tvö. Þessi sameiginlegi íslensk/norski leiðangur í júní-júlí 1994 tókst mjög vel og nú var úthafskarfastofninn mældur 2,2 millj. tonna. Litið er á þessar tölur sem algert lágmark, m.a. vegna þess að í þetta sinn var ekki heldur hægt að fara yfir allt út- breiðslusvæðið. Reyndar kemur fleira til sem ekki verður tíundað hér. Meg- inþungi útbreiðslunnar var svipaður og árin 1991 og 1992 en þó virtist út- hafskarfinn vera nokkru dreifðari í ár (mynd 4). Veiðarnar Eins og áður var getiö voru það fyrr- um Sovétríkin sem byrjuðu út- hafskarfaveiðar árið 1982. Það voru þeir sem höfðu öflugasta flotann á þessum veiðum allt til ársins 1989, enda þótt lönd eins og Pólland, Búlgar- ía og einkum Austur-Þýskaland tækju töluverðan hluta heildaraflans. Færey- ingar hófu lítilsháttar veiðar 1986 og íslendingar 1989 en Norðmenn bætt- ust í hópinn 1990. Samtals 7 lönd til- kynntu um þátttöku í veiðunum árið 1993 og vitað er um 9 lönd 1994. Á árinu 1982 til 1988 var aflinn á bilinu 60.000 til 105.000 tonn, en féll skyndilega í 38.000 tonn árið 1989 og fór í Iágmark árið 1991, eða 25.000 tonn. Síðan hefur aflinn aukist aftur og var um 87.000 tonn áriö 1993 (sjá mynd 8). Árlegur afli íslendinga hefur vaxið hratt frá árinu 1990 og var kominn í um 53.400 tonn í lok júlí sl. (1994). Aflatölur annarra þjóða fyrir 1994 liggja ekki fyrir nema að takmörkuðu leyti. Samkvæmt bráðabirgðatölum er hlutur íslendinga nú stærstur í út- hafskarfanum. Afli íslenskra skipa inn- an íslensku lögsögunnar jókst mikið á árinu 1994 (mynd 9). Þessi afli er tek- inn nær eingöngu fyrstu mánuði ver- tíðarinnar hvert ár. Staðsetningar toga íslenska flotans, samkvæmt afladag- bókum, árin 1989-1994 eru sýndar á mynd 10 og tilfærsla flotans eftir mán- uðum árið 1994 á mynd 11. Það er at- hyglisvert að sjá að veiöarnar fara aðal- lega fram á 2-3 meginsvæðum hvert ár (mynd 10). Þá má sjá á mynd 11 að hinni hefðbundnu vertíð lauk í júlí ÆGIR DESEMBER 1994 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.