Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 46
HVERT STEFNIR
A undanförnum vikum hef ég veriö
spurður nokkrum sinnum að því
hvernig ég telji ab næsta ár í sjávarút-
vegi verði? Svar við þessari spurningu
er ekki einfalt og vafamál hvort hægt
er að svara svona spurningu af viti.
Hræringar eru miklar í íslenskum
sjávarútvegi þessa dagana, erfið staða
fyrirtækja og afleiðing af hæpnum
restrargrunni þeirra til langs tíma er
nú að koma í ljós. Fyrirtæki fara í
greiðslustöðvun og sum hver á haus-
inn eftir misheppnaðar tilraunir til
nauðasamninga. Önnur fyrirtæki
skipta um eigendur og jafnframt
stokka upp rekstur sinn í kjölfarið.
Þetta virðist þó frekar eiga við fyritæki
sem hafa byggt og byggja á vinnslu og
veiðum á þorski og eru að meðalstærð.
Hér verða breytingarnar mestar og þar
með röskun á högum þess fólks sem
þar hefur haft sína vinnu ásamt heilu
byggðarlögunum sem verða að endur-
skoba sína tekjuöflun og forsendur til
búsetu. Öðru máli gegnir um fyrirtæki
í vinnslu og veibum annarra fiskteg-
unda og vinnslu krabba- og skeldýra.
Þó var útlit í rækju ekki sem best í
byrjun þessa árs en nú er ástandið
mun betra, verð á afurðum hefur
hækkað og veiðar á úthafsrækjunni
hafa stóraukist.
Þá muna allir eftir loðnuvertíðinni
síðustu, þó lobnan láti ekki sjá sig sem
stendur. Hins vegar undirbúa ailir
góða vertíb í vetur og fjárfesta mikið í
búnaði í landi. Ég undrast hins vegar
að útgerðarmenn skuli ekki fjárfesta í
betur útbúnum skipum sem geta skilað
á land gæða hráefni og þannig marg-
faldað aflaverbmæti sitt, því eins og
stendur er loðnuflotinn orðinn ab
meðaltali um 25 ára, en vélbúnaður
um 14 ára og til skamms tíma hefur
ekkert íslenskt lobnuveiðiskip verið
búið sjókæligeymum sem eru forsenda
fyrir betra hráefni. Það stefnir einnig í
að verð á fiskafurðum almennt verði
frekar í hærri kantinum á næstunni,
en fiskur sem ekki er til veröur ekki
unninn í afuröir og því síður seldur
háu verði.
Það er frumskilyrði að ganga vel um
auðlindir hafsins og tryggja eftir því
sem mönnunum er mögulegt að fisk-
stofnarnir dafni svo hagkvæm nýting
þeirra sé möguleg. Suðurlandssíldin
hefur verið tekin sem dæmi um fisk-
stofn sem skynsamlega hefur verið
byggður upp. En á sama tíma og fisk-
stofninn er í uppbyggingu eru ekki
ÚRFÓRUM
FISKIMÁLASTJÓRA
gerðar ráðstafanir til að nýta hann á
sem hagkvæmastan hátt, þ.e. ekki er
unnið að markaðssetningu manneldis-
afurba og gæðaafurða. Það eru ekki til
skip sem geta komið með að landi það
hráefni sem þarf til slíkrar vinnslu þar
sem ekki má stækka flotann eba end-
urnýja nema að gömul skip hverfi úr
rekstri og allt þrælneglt niður um
sama rúmmál inn og út, þrátt fyrir að
ný tækni krefjist meira rýmis í skipun-
um.
A sama tíma er þróunarsjóður að
greiða úreldingarstyrki til nýjustu og
best búna vertíðarbátanna og línu-
veiðiskipanna, enda er styrkur til úr-
eldingar mibaður við verðmæti skip-
anna en ekki miðaður við sóknargetu,
þ.e. stærb skipsins og vélarafl. Hér er
þörf á endurskoðun í samræmi við
hvað telst þjóðhagslega skynsamlegt.
Nokkur orð til leiðréttingar
I síðustu grein minni I Ægi lét ég
þess getið að Fiskifélagið væri í raun
einu samtökin í sjávarútvegi á íslandi,
önnur en sölusamtök, sem ekki hafa
lögboðnar tekjur úr greiðslumiðlun
sjávarútvegsins. Þetta er ekki rétt hjá
mér, því samtök innan fiskvinnslunar,
m.a. Samtök fiskvinnslustöðva, Félag
rækju- og hörpudisksframleiðenda, Fé-
lag fiskmjölsframleiðenda og Hags-
munanefnd íslenskra sjávarafurba
njóta ekki þessara greiðslna og er
beðist velvirðingar á þessum mistök-
um mínum.
Þá er í síðasta tbl. Ægis vibtal við
fiskistofustjóra, Þórb Ásgeirsson, þar
sem hann fer nokkrum orbum um
Fiskifélag íslands og skýrsludeild þess.
Ég er nú orðinn langþreyttur á að leið-
rétta þann misskilning sem virðist vera
hjá fiskistofustjóra um að Fiskifélagið
og Fiskistofa séu að vinna sömu störf-
in. Fiskifélagið safnar upplýsingum frá
fiskkaupendum (fiskverkendum) um
hvaðan þeir kaupa sitt hráefni og
hvernig þeir ráðstafa því, en Fiskistofa
er með upplýsingar frá fiskseljendum
(útgerðinni) um hvaba afla þeir koma
með að landi og hvernig þeir standa
gagnvart kvóta á hverjum tíma. Þessar
upplýsingar er svo hægt að bera saman
eða nota á annan hátt sitt í hvoru lagi,
þær eru hvorar tveggju nauösynlegur
hluti í því upplýsingakerfi sem sjávar-
útvegurinn notar og þarfnast til að
vita hvar hann stendur hverju sinni.
Það er ekki um neinn tvíverknað að
ræba milli Fiskifélagsins og Fiskistofu
enda lýsir Þórður því yfir í sama viðtali
að hann vilji yfirtaka skýrsludeild
Fiskifélagsins, en það þarf Þóröur ekki
ef verkiö er nú þegar unnið hjá hon-
um.
Bjami Kr. Grímsson
46 ÆGIR DESEMBER 1994