Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 33

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 33
Hafdís er heildarlausn Tæknival hf. býður forrit til nota í sjávarútvegi Fyrirtækið Tæknival hefur árum saman verib í fremstu röb fyrirtækja sem sjá sjávarútvegsfyrirtækjum fyr- ir sérhæfbum hugbúnabi. Tæknival hefur nú þegar 90-95% markabs- hlutdeild á þessu svibi og veitir al- hliba þjónustu á nóttu eba degi hvort sem um er ab ræba hugbúnab eba vélbúnab. Stöbugt er unnib ab nýjum og spennandi lausnum meb vaxandi áherslu á heildarlausnir í stab abskilinna eininga ábur. Tæknival hefur bobið nokkur forrit sérstaklega til nota í fiskvinnslu og útvegi. Þar má nefna, Torfa - afla- uppgjör, Agnesi - launaupp- gjör sjómanna, Prófast - framlegðarútreikninga, Lunda - framlegðar- og fram- leibsluspá, Mugg - akkorbs- og hópbónuskerfi, Birgi - birgðakerfi og Berg - strika- merkjakerfi afurða. Nafngiftir kerfanna eiga sína sögu. Til dæmis er Torfi nefndur eftir vigtarmanni einum í Vest- mannaeyjum og Agnes eftir stúlku sem var fyrsti notandi kerfisins. Hvert þeirra hefur sitt afmarkaða verksvib en vinna samt best saman á neti ásamt Concorde XAL upplýsinga- og vib- skiptakerfi. Ný heildarlausn Fyrir um ári hóf Tæknival ab mark- abssetja þessa velþekktu hugbúnabar- pakka undir samheitinu Hafdís í því augnamibi ab bjóba vibskiptavinum sínum heilsteypta lausn meb fullkom- ib gagnaflæði milli forrita og full- komnar sjálfvirkar færslur í bókhald eftir forskrift hvers og eins. Um næstu áramót verbur stigib annað skref í þró- un Hafdísar. Öll kerfin færast undir eina skjámynd og munu verba í Win- dows-útgáfum. Meb tilkomu Win- dows-útfærslu opnast margar spenn- andi leibir til samhæfbrar gagnasöfn- unar og gagnaskila ásamt tengingum við önnur Windows-forrit svo sem Excel og/eba Word. Einnig mun verða innbyggt í Hafdísi gæbaeftirlitskerfi og vinnslueftirlitskerfi. Fyrirtæki í matvælavinnslu, hvort sem þau eru að vinna rækju, fisk eða abra matvöru, standa frammi fyrir vax- andi kröfum markaðarins um rekjan- leika og ástandsskráningar vinnslu og afurba. í dag eru skráningarnar oftast unnar á pappír, vistaðar í möppum eða álíka stöbum. Til að bregðast vib þessum vanda og auknum gæbakröf- um hefur Tæknival hannab gæbaeftir- litskerfi sem safnar öllum upplýsing- um og raðar þeim í skýrslur eftir for- skrift og veitir stjórnendum ómetan- legar upplýsingar í formi samantektar ástandsskráninga yfir valið tímabil. Einnig er skjámyndastýrt vinnslueftir- litskerfi eitt af nýjungum Hafdísar. Sívakandi eftirlit Vinnslueftirlitskerfib byggir á nem- um sem settir eru upp við þau tæki sem vakta á, eins og t.d. færibönd, kælibúnt, lofthitara, loftræstingar, raf- orku eða vatnsnotkun. Nemarnir skrá í sífellu allar upplýsingar sem færast sjálfvirkt inn í gæðaeftirlitskerfib þar sem vib á. Fylgst er meb hráefninu frá byrjun til enda og ástandssaga þess skráb á rekjanlegu formi. Með því ab skoba strikamerkið af afurbinni er hægt ab sjá hvaba dag varan var fram- leidd, vib hvaba umhverfisástand, hvaba hráefni var notað, hvaða bátur landaöi því, ástand þess, við hvaða hitastig þar var geymt í kæli, galla- tíbni vinnslunnar þegar afurðin varð til og hverjir voru á vakt umræddan vinnudag. Borgar sig upp á nokkrum mánuðum Eins og áður sagöi er kerfið skjá- myndastýrt og geta yfirmenn verk- smiðjunnar séð í sjónhendingu raun- tímaástand einstakra þátta án þess að fara á staðinn. Þetta kerfi hefur verib sett upp í einni rækjuverk- smiöju og hefur reynslan þar veriö svo góö að þar á bæ full- yrða menn að kerfið borgi sig upp á nokkrum mánuðum. Kostirnir augljósir „Stærstu kostirnir eru aug- ijósir. Aukin gæði framleiðsl- unnar, bætt nýting, aukið ör- yggi í vinnslu, fullkomin yfir- sýn stjórnenda í rauntíma og nákvæm ástandssaga er skráð á rekjanlegu formi, gagna- vinnslan samræmd og síðast en ekki síst, ánægðir kaupendur" sagbi Bjarni Hákonarson hjá Tæknivali í samtali við Ægi. „Möguleikar á sérhæf- ingu í vinnslu og markaðssetningu aukast og hærra afurðaverö fylgir. Markmið okkar er að bjóða heilsteypta lausn sem byggir á góðum vélbúnaöar- og hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarút- vegsfyrirtæki stór og smá. Styrkur okk- ar liggur í áratuga reynslu á þessu sviði og nokkur hundruð ánægðum vib- skiptavinum." 77 starfsmenn í 7 deildum Tæknival var stofnað árið 1983. Þab er til húsa í Skeifunni 17 og þar vinna 77 starfsmenn í 7 deildum. Tölvuversl- unin er andlit fyrirtækisins en á efri hæðunum búa sérhæfðir starfsmenn til nýjar heildarlausnir fyrir kröfuharð- an atvinnuveg sem er lifibrauð þjóbar- innar allrar. O Bjarni Hákonarson hjá Tæknivali. ÆGIR DESEMBER 1994 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.