Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 26

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 26
KUFISKVEIÐAR „Óhugnanleg átök þegar þetta helvítis drasl fer fram og til bakaw segir Rúnar Garðarsson á Flateyri, skipstjóri á Æsu ÍS-87, eina sérsmíðaða kúfiskveiðiskipi íslendinga Gísli Hjartarson. Kúfiskveiðar hófust á Vestfjörbum seint á 19. öld og var kúfiskurinn einungis notaöur til beitu á haldfæri og línu, þó aballega línu. Um 1880 smíöabi Sumarlibi Sumarlibason, gullsmibur í Æbey, kúfiskplóg til þess ab afla kúfiskjar í beitu. Teljast þetta fyrstu tilraunir vib kúfiskveiö- ar vib ísland og höfbu Vestfiröingar (Djúpmenn!) forustu um þær. Undirritaöur man vel eftir því aö karlarnir sem gerðu út trillur úr Dokkunni á ísafiröi á sjötta áratugnum beittu nánast einungis kúfiski á lín- una. Púkarnir á Eyrinni voru þá aö sniglast í kringum trillukarlana og fengu ab skelja úr kúfiski, stokka upp línuna og beita fyrir einhverja smáaura eða skektulán. Voru fyrstu kynni margra sjósóknara á ísafirði af sjávar- útvegi í Dokkunni. Aðalkarlarnir í Dokkunni voru Bæsi gamli (Bæring Þorbjörnsson), Gústi Einars (Ágúst Ein- arsson frá Dynjanda) og bróbir hans kempan Alexander Einarsson, Indriöi fyrrum bóndi í Þernuvík og Hermann Hermannsson úr Ögurvíkinni, faðir þeirra Sverris bankastjóra, Gísla Jóns og Dóra Hermanns. Oft voru sérstakir bátar í því ab afla beitunnar og seldu eigendur þeirra trillukörlunum kúfisk. Einnig fóru sumir þeirra í sérstakar plægingaferðir, einkum noröur á Sléttubót í mynni Jökulfjarða og til Hesteyrar, og öfluðu sjálfir beitu eins og áður sagði. Árið 1987 var byggt sérhæft kúfisk- veiðiskip, Villi Magg ÍS-87, í Hollandi fyrir Bylgjuna hf. á Súgandafirði. Skip- ið er 145 brl. að stærð og rúmlega 24 metrar að lengd. Villi Magg var svo seldur til Flateyrar árið 1992 og heitir nú Æsa ÍS-87. Skipstjóri á Æsu er Rúnar Garðarsson, þrítugur Flateyringur. Vestfirskur skelfiskur hf. er eigandi skips og vinnslunnar í landi. Nú er verib að vinna við að koma vinnslunni í gang og verða afurbirnar seldar til Bandaríkjanna. Ægir tók Rúnar skip- stjóra tali á dögunum og spurði hann um kúfiskveiðarnar og fleira. „Ég er fæddur og uppalinn á Flat- eyri," sagði Rúnar. „Ég hef alltaf verið við sjóinn, beitt í landi nokkrar vertíð- ir og verið á sjó. Ég var í Stýrimanna- skólanum frá 1989 og lauk prófi 1991. Eg var svo stýrimaður á togaranum Gylli frá Flateyri. Ég tók við Æsu í sept- ember 1992 og hóf kúfiskveiöar." Það er ekkert líkt með þorskveiðum og kúfiskveiðum? „Það er tvennt ólíkt. Við byrjuðum með aðra tegund af plóg sem ekki virk- aöi í byrjun. Við vorum í bölvuðu basli meö hann fram undir áramót. Þá keyptum vib nýjan plóg frá Stykkis- hólmi. Hann hafði verð notaður á Önnu SH en henni var breytt til kúfiskveiða 1987. Plógurinn var smíð- aöur í Bandaríkjunum. Við sóttum plóginn 2. janúar 1993. Síðan hefur þetta gengið nokkuð vel hjá okkur eft- ir ab við fórum að kunna tökin á plógnum. Ég hafbi aldrei stundaö þess- ar veiðar áður, en það lá náttúrulega fyrir þónokkuð mikil þekking á veib- um hjá Súgfirðingnum. Þeir voru mik- ið á veiðum á grunnslóð á þessum bát 1987 og 1988. Þeir plóguðu einungis í beitu. Það var vitað um a.m.k. fjögur svæði hér vib Vestfirði sem kúfiskur er á. Hafró hafði rannsakað þetta fyrir Súgfirðingana. Þetta var Fljótavík, Að- alvík, Önundarfjörður og smáblettur í Súgandafirbi. Út af Hornströndunum nær svæðib austur á Hlöðuvík. Það er í rauninni einungis búið að kanna grunnslóöina út af Vestfjöröum og inni á fjörðum. Einnig er búib að kanna eitthvað út af Arnarfirði. Það er eitthvað til af kúfiski. Það veit enginn hve magnið er mikið. Við vorum í leigu hjá Hafró frá því í janúar og fram í mars á þessu ári. Við vorum í Húnaflóa og þar bættist mikið við af miðum sem ekki voru á hreinu en menn höfðu kannske óljósan grun um áöur. Við áttum einnig að fara á Breiðafjörð og leita en komumst ekki þangaö. Við höfum því nokkuð mikla þekkingu á hvar miðin eru. Æsa er eini skelfiskveiðibáturinn á landinu sem einungis stundar kúfiskveiðar." Hvcrnig var að byrja þessar veiðar fyrir togarakarl sem hafði verið á þorsk- veiðum úti í ballarhafi? „Vélstjórinn sem verið hafði á skip- inu í Súgandafirði, Róbert Hallbjörns- son, var með okkur og fékk ég þekk- 26 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.