Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 6
sprenginguna og því hefði ekkert átt aö heyrast. Eg sagði frá þessu í útvarpinu þegar við komum suður og lét þess getið að við hefðum átt gúmmíbjörgunarbát í pöntun en á þessum tíma voru þeir aö komast inn í umræðuna. Sennilega hefur þetta haft áhrif á þingmennina en hálfum mánuði seinna var notkun gúmmíbjörgunarbáta lögleidd sem var merkur áfangi." Draumar sem fiskileitartæki Sex mánuðum áður en þetta skeði dreymdi Auðunn að annað skip var komið um borð í Fylki og lá þvert yftr hann og steyptist síðan út af skipinu. Hann segist ekki hafa ráðið drauminn rétt því honum datt aldrei í hug að enn vœri hœtta af tundurduflum svo löngu eftir stríðið. „Mig dreymdi mjög oft fyrir fiskiríi. Það var ekki á neinu flóknu táknmáli heldur dreymdi mig yfirleitt sjókort og ákveðnar slóðir. Ég vissi því yfirleitt þegar haldið var í veiðiferð hvernig aflinn myndi verða og stundum vissi ég þegar ég var vakinn hvernig vaktin yrði. Eitt sinn dreymdi mig að ég dró tvo stórlaxa. Næstu tveir túrar á Sigurði gerðu samtals 1000 tonn. Sumir tala aldrei um þetta en mér hefur aldrei verið neitt launungarmál að mig dreymdi fyrir mjög mörgu sem henti mig. Mig dreymdi fyrir slys- um líka, það voru svartir og ljótir draumar. Tvisvar sinn- um missti ég mann og mig dreymdi fyrir því í bæði skipt- in. Sumarið 1939 ofkældist ég og var fluttur í land á Siglu- firði með bullandi brjóst- himnubólgu. Martraðirnar voru endalaus herganga en nokkrum dögum seinna réð- ust Þjóðverjar inn í Pólland og seinni heimsstyrjöldin hófst. Annað sem ég tók eftir var að ef ég var í góöu skapi og spilandi kátur þegar haldið Að frumkvæði Einars ríka gerði Sigurjón Ólafsson myndhöggvari þessa mynd af Auðuni. var í veiðiferð vissi það á algjört reiði- leysi. En ef ég var þungur í skapi og af- undinn þá var gott fiskirí framundan." Berdreymi er þekkt fyrirbœri í œtt Auðuns og til margar skjalfestar sögur af sérstœðum fyrirbœrum afþessu tagi sem hent hafa frœndur hans og forfeður. „Sæmundur bróðir minn var fram- kvæmdastjóri fyrir Fylkisútgerðinni. Hann hrökk upp með andfælum í Reykjavík á sama augnabliki og tund- urduflið sprakk við síðuna norður af Horni." Árin sem Auðunn stýrði Fylki voru afar fengsœl og skipið aflaði yfirleitt um 7.000 tonn á ári, þar afvar helm- ingur þorskur. „Annað hvort ertu fiskinn eða ekki og það getur ekkert breytt því. Þetta er eins og með peningamenn. Annað hvort verða menn ríkir eða ekki. Eðli manna verður ekki breytt. Viljastyrkur og þrjóska hefur sitt að segja. Viljinn flytur fjöll. Ef þú setur hnefann í borðið og segir, það skal takast, þá tekst það. En ef menn leggj- ast í aumingjaskap og vol þá verður alltaf léleg útkoma." Á karfaveiðum Fyrsta árið sem Auðunn var skip- stjóri á Fylki var jafnframt fyrsta árið sem karfl var frystur til manneldis á ís- landi og það var Sturlaugur Böðvarsson á Akranesi sem fyrstur hófslíka vinnslu og afl- inn kom af Fylki og Bjama Ó- lafssyni AK. Fram til þess hafði karflnn verið veiddur í brœðslu eða siglt með hann á Þýskaland. Á árunum milli 1950 og 1960 voru úthafsveiðar á karfa og þorski stundaðar við Græn- land og Auðunn tók virkan þátt í þeim. Við Austur-Grœn- land eru karfamið sem heita Fylkismið og eru kennd við Fylki en þau fundust í leiðangri sem Jakob Magnússon og Sœ- mundur Auðunsson fóru í á Fylki II. „Fyrst var karfinn sóttur að Vestur-Grænlandi sem er 3-4 sólarhringa sigling. 1953 og árin þar á eftir var iðulega sótt þangað bæði á þorsk- og karfaveiðar. Þetta voru út- hafsveiðar." Sá eigin feigðarboða „Skömmu fyrir vertíðarbyrjun 1887 var Auðunn Jónsson á Minni-Vatnsleysu staddur niðri við sjóhús sitt. Sunnan rok var þann dag og enginn leit til sjávar svo vitað væri. Sæmundur bróðir Auöunar og allir vinnumenn hans voru þá heima við og gerðu að veiðarfærum enda vertíð að nálgast. Allt í einu sjá þeir hvar Auöunn kemur hlaupandi heim. Hann þríf- ur sjóhatt sinn og biður menn að búast í skyndi og ýta fram áttæringi sínum því hann ætli að reyna að bjarga mönnum sem séu að farast. Taldi hann sig hafa séð bát koma siglandi fyrir sunnan Eyrina en bátnum hafi hvolft og segist hann hafa séð þrjá menn komast á kjöl. Sæmundur tók sjónauka og horfði í þá átt sem Auðunn sagði slysið hafa verið. En nú sá enginn neitt, hvorki Auðunn né aðrir. Skipið var því aldrei sett fram. Næstu daga var spurst fyrir um sjóslys þennan dag en svo reyndist ekki hafa verið svo langt sem til frétt- ist. - En á sömu slóðum og Auðunn þóttist sjá bátinn farast með þrem mönnum drukknaði hann síðar ásamt tveimur félögum sínum." Þannig er feigðarboða Auðuns á Minni-Vatnsleysu lýst í íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjáns- son. Sæmundur sá er kemur nokkuð við sögu var afi Auðuns Auðunssonar skipstjóra. 6 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.