Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 8
Asdikið svokallaða var upphafiega stríðstól sem var notað til þess að fylgj- ast með ferðum kafbáta en eftir stríðið var það notað til fiskileitar og átti sinn þátt í að finna ný fiskimið. Þetta undratœki olli þáttaskilum í síldveiðum íslendinga því með hjálp þess varð kleift að kasta á síld án þess að hún vœði. Fyrsta asdikið var sett í íslenska fiski- báta 1954, um borð í Víði ogMími. íslendingar voru fljótir að nýta sér tœknina sem stríðið gat af sér. Ingólfúr Arnarson sem var smíðaður 1947 mun liafa verið fyrsta fiskiskip í heimi með radar en radarinn var upphaflega stríðstól líkt og asdikið. „Okkur togaramönnum var mikiö kappsmál aö fá þetta um borö í togar- ana en þaö var ekki hægt. Ég setti fram á þessum tíma þá skoöun í Morgun- blaðinu aö nauðsynlegt væri aö hefja skipulega leit aö karfamiðum viö Aust- ur-Grænland. Það varö úr aö Jón Þor- láksson var sendur og Jakob Magnús- son fiskifræðingur fann þá Jónsmið. Skipstjóri á Jóni var Ólafur Kristjáns- son." Ástœða þess að leitað var á út- hafsmið var, að sögn Auðuns, fyrst og fremst að flotinn var orðinn mjög stór og mikil veiði útlendinga var hér á heimamiðum. Eftir að gamli Fylkir sökk norður af Homi var keyptur nýr Fylkir og Auðunn var áfram skipstjóri. Honum líkaði aldrei nógu vel við nýja Fylki, var óámxgður með togkraftinn og fieira í hönnun skipsins og fannst hann erfið- ara veiðiskip en gamli Fylkir. „Staðreyndin er sú að fyrstu skipin sem komu með dísilvélum voru með gír við skrúfuna svo hún snerist ekki nema 90-100 snúninga. Þetta er ein besta útfærslan sem gerð hefur verið. Það er skrúfan sem skilar togkraftinum. Menn eru enn í dag að gera alls konar tilraunir með skrúfuhringi og gífurlega aflmiklar aðalvélar en það er skilnings- leysi. Það er skrúfan sem skiptir máli og að hún snúist ekki of hratt." Sigurður happafleyta 1962 œtlaði Auðunn að fara í land og hœtta sjómennsku. Hann vann í landi hálft ár og starfaði við fiskdreif- ingu hjá Fiskmiðstöðinni. En um haust- ið var hann búinn að fá nóg af land- vinnu og varð úr að liaiin tók við Sig- urði RE. Hann tók Sigurð sem hafði leg- ið bundinn við bryggju í lieilt ár í hálf- gerðu reiðileysi og reif hann upp og gerði að aflaskipi. Sigurði og fleiri skipum sem voru smíðuð í Þýskalandi 1960 hafði gengið illa á togveiðum vegna þess að þau voru of löng og mastrið of framarlega á skipunum. Auðunn sá við þessu með því að smíða grind framan við spilið og þá gat áhöfn- in athafnað sig framar við að draga inn vörpuna og snörlað inn þvert yfir skipið með því að liafa blokkir fram á síðu. Með þessu móti náðist mikil vinnuhag- rœðing og Auðunn rifjar upp að það var hœgt að afgreiða trollið, þ.e. taka það, tœma og láta fara aftur, á 20 mínútum en það er sambcerilegur tími og þykir ágœtur á skuttogurum. „Ég var búinn að sjá út hvernig mætti breyta honum þegar ég tók við. Það fannst nú mörgum að ég væri ekki með réttu ráði þegar ég fór að láta Stál- smiðjuna vinna við breytinguna. " Einar Sigurðsson, Einar ríki, sem átti og gerði Sigurð lit heyrði vangaveltur um þetta og kvaddi Auðunn og Erling Þorkelsson, sem hafi séð um smíði og mörgum togurum, á sinn fund og spurði Erling að því hvort eitthvert vit vceri í þessu. „Erlingur krossaði sig og sagðist ekk- ert hafa vit á þessu en sagðist halda að þetta gæti gengið." Með þessum vinnubrögðum urðu Sig- urður og systurskip lians, Víkingur og Maí, aflahcestu togskip landsins enda mjög góð togskip. Þessi skip voru smíð- uð í Seebeek í Bremerliaven og Auðunn segir það hafa verið bestu skipasmíða- stöð í heimi fýrir togara á þessum tíma. „Þessi skip voru smíðuð eftir teikn- ingu Þjóðverjanna en lengd dálítið fyr- ir íslendinga. Sú breyting gerði góð skip enn betri enda hafa þau reynst happafleytur. Sigurður var besta sjó- skip sem ég hef nokkurn tíma komið nálægt." Var ekki oft erfitt að manna síðutog- arana? „Það var orðið mjög erfitt í lokin á sjöunda áratugnum þegar allir togara- menn voru farnir á síld. Það var hörm- ungarsaga og leiðinlegt að standa í því. En venjulega var ekkert erfitt að manna góð skip sem höfðu orð á sér fyrir að fiska." Fyrsti frystitogarinn Auðunn stýrði Sigurði í þrjú ár, til 1965, en var þá fenginn til þess að taka við Narfa sem var fyrsti frystitog- ari íslendinga. Gunnar Auðunsson bróðir hans var skipstjóri á móti hon- um. Ekki var Narfi sérstaklega hannað- ur til slíkrar vinnslu, hann var síðutog- ari og öll vinnsla fór fram ofandekks. Lágt verð var á afurðum og því varð þessi tilraun ekki ýkja langlíf. Guð- mundur Jörundsson útgerðarmaður Narfa hafði œtlað að láta smíða skut- togara utn 1960 en fékk ekki lán til þess. íslendingar tóku síðan ekki upp þráðinn í útgerð frystitogara fyrr en með Örvari HU frá Skagaströnd 1982. „Þetta gekk með basli og var ómöguleg aðstaöa. Það var ýmist fisk- að í frost eða ís og fiskurinn hausaöur og heilfrystur og helst seldur á Rúss- landsmarkað. Á þessu gekk í nokkur ár en þá var í lokin gerð tilraun til þess að breyta Narfa í skuttogara en hún tókst engan veginn." Fyrsta flottrollið Bjami Ingimarsson á Neptúnusi varð fýrstur skipstjóra til þess að nota hlera- flottroll við þorskveiðar á Selvogsbanka. Þorskurinn gekk upp í sjó og Bjarni tjaslaði saman flottrolli með höfuðlín- um ofan og neðan. Opnunin á þessu frysta flottrolli var tœpir tveir metrar á hœð og lengdin á fótreipinu var innan við 20 metrar. Agnar Breiðfjörð blikk- smiður átti stóran þátt í þróun þessarar uppfinningar en hugmyndin kom fram í Danmörku 1948 þar sem tveir bátar drógu síldveiðitroll. Auðunn tók þátt í þessum tilraunum á Fylki því þó Bjarni vœri fámáll um hvernig flottrollið vœri útbúið spurðist það fljótt út og margir vildu reyna sig í þessum slag. Gamall netamaður sem vann hjá Fylkisútgerðinni jók liœfni 8 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.