Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 30

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 30
Stöðugleikavakt Nýr öryggisbúnaður fyrir skip Þorvaldur Sigurjónsson og Stefán Gubsteinsson. Samkvæmt skýrslum sjóslysanefnd- ar má ætla að um 75% skipsskaða á ís- lenskum skipum á hafi úti megi rekja til ónógs stöðugleika. Ef skip yrðu al- mennt búin stöðugleikavakt sem var- aði við ónógum stöðugleika, svipað og eldvarnabúnaður er notaður til að vara við eldi á byrjunar- stigi, mætti koma í veg fyrir fjölda þessara slysa. Sjómenn þekkja hvernig stöðugleiki skipa hefur áhrif á veltihreyf- ingu þeirra. Stöðug skip eru stíf en óstöðug skip eru svög. Beint samband er milli svo- kallaðs eiginveltitíma skips og stöðugleika þess. Vanda- málið við að ákvarða eigin- veltitíma skipa á hafi úti eru óreglulegar hreyfingar þeirra vegna vinds og öldugangs. Þó sjávaröldur virðist algerlega óreglulegar mynda þær slembiferli með þekktum töl- fræðilegum eiginleikum. Með því að notfæra sér þessa tölfræðilegu eiginleika öldunnar ásamt almennum veltieiginleikum skipa er hægt að ákvarða eiginveltitíma skipa á hafi úti og reikna út stöbugleika þeirra. Markmið Markmið stöðugleikavaktar er að auka öryggi sjómanna og skipa á hafi úti. Hún á að vara við ef stöðugleiki nálgast hættumörk þannig að sjómenn geti brugðist við í tíma og gert viðeig- andi ráðstafanir. Stöðugleikavaktin á að geta unniö við sem flestar aöstæður úti á rúmsjó þar sem stöðugleiki skipa getur breyst hratt, t.d. vegna staðsetn- ingar veiðarfæra, afla, ísingar og stöðu skips í sjó eða leka. Hún á að nema þær breytingar í stöðugleika, sem verða þegar óheft yfirborð sjávar er til staðar vegna þess að sjóir ganga yfir skipib og skipið er of lengi að hreinsa þá af sér eba ef leki kemst að skipinu og óheft yfirborð verður til í einhverju rými skipsins. Þegar skip lensar minnk- ar stöðugleiki þess, en ástæban fyrir því er sú ab þá liggur sjór að jafnaði mun meira miðskips en við aðrar sigl- ingastefnur. Þannig nær skipið sömu uppdrift án þes að hafa stefnið í kafi en stefnið gefur meiri formstöðugleika en miðjan vegna lögunar sinnar. Sömuleiöis eykst stöðugleikinn ef siglt er á móti, en þá liggur skipib að jafn- aði með stefniö meira á kafi en ef siglt er á sléttum sjó. Grunnrannsóknir Fyrsta skrefiö í rannsóknum á velti- hreyfingum skipa var að afla gagna frá Vita- og hafnamálastofnun yfir öldu- gang á nokkrum ólíkum stöð- um og við mismunandi vind- styrk. Út frá þessum gögnum og veltilíkani skipa var hermiforrit af hreyfingu skipa á rúmsjó gert. Aðferðir og for- rit voru þróuð til að tíöni- greina hreyfingamar og finna kennistærðir sem liggja til grundvallar mati á stöðug- leika. Forritin unnu vel á lík- aninu. Næsta skref var að mæla velting raunverulegra skipa á hafi úti í þeim til- gangi að prófa hin nýju for- rit. Smíðaður var veltiskynjari sem hæfir mælingum þess- um. Hann varð að vera þeim eiginleikum búinn að greina veltihreyfingar skipsins frá öðrum hreyfingum. Einnig var útbúið skrán- ingartæki til mælinganna. Þessi bún- aður var notaður til þess að mæla veltihreyfingar nokkurra skipa og báta af stærðinni 6 til 1.000 brúttólestir. Einnig voru skipin stöðugleikamæld með hefðbundnum hallaprófunum. Þorvaldur Sigurjónsson, rafmagnsverkfræðingur hjá RT hf., og Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðingur hjá Feng hf., höfundar greinarinnar. Tafla 1 Samanburður á hallaprófunum og veltimælingum Málhæð (m) Skip Stærö Hleösla Hallaprófun Veltimæling Mismunur Toppur 10,4 m stálbátur Brottför á veiöar 0,570 0,604 +6,0% Toppur 10,4 m stálbátur Meö saltkerum 0,363 0,351 -3,3% Sólborg 27,7 m vertíöarbátur A rækjuveiöum 0,415 0,419 +1,0% Sólborg 27,7 m vertíðarbátur A línuveiðum 0,392 0,396 +1,0% Herborg 7 m hraöfiskibátur Brottför á veiöar 0,480 0,460 -4,2% Gígjan 50 m loönuskip Meö fullfermi af loönu 0,928 0,830 -11% 30 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.