Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 9
flottrollsins með því að auka stórum fleygum í
og endurbœtti það vendega.
„Þetta var mokveiði," segir Auðunn. „Ég
togaði eitt sinn í gegnum tvær góðar torfur
og hífði svo 26 poka, ca. 60 tonn af aðgerð-
um fiski. Það var svo miklu auðveldara að
taka svona stór höl á síðutogurum en á skut-
togurum.
Þarna henti þab að menn toguöu of lengi
og trollið fylltist og slitnaði aftan úr í heilu
lagi. Ef við hefðum fiskaö stanslaust hefðum
við getað tekiö 3-400 tonn á sólarhring. Vib
lágum í 14-16 tíma meðan gert var að ef ekki
hafðist undan."
Flottroll nútímans eru á við marga fótbolta-
velli á stœrð og mörgum sinnum stœrri en
fyrstu gerðimar. Þau eru mikið notuð á karfa-
veiðum á lithafskarfa.
„Þetta eru ryksugur," segir Auðunn „og
verði ekkert að gert á þetta eftir að ganga af
karfastofninum dauöum."
Selvogsbankinn var og er eitt helsta hrygn-
ingarsvœði þorsksins og á þessum umrœddu
mokveiðum á þorski í flottroll á þessum slóð-
um fór það ekki framhjá sjómönnum.
„Við vorum einhverju sinni ab taka inn
stórt hol í góbu vebri og sjórinn var blátær og
átulaus. Eftir nokkra stund varð mér litið út
fyrir síðuna og svilin voru slík í sjónum ab
það var eins og dallurinn lægi í mjólkur-
trogi."
Pontið besta klakstöðin
Það fer ekki hjá því að spurt sé hver áhrif
slíkar veiðar hafi á viðgang þorskstofnsins.
Hvort rétt sé að veiða þorskinn á hrygningar-
tíma?
„Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur þekkti
vel til togveiða, hann fór marga túra með
Guðmundi á Skalla á kreppuárunum. Hann
sagbi að pontið á togurunum væri ein besta
klakstöð þorsksins og ég er honum sammála.
1972 var svæði djúpt á Selvogsbankanum
opnað 25. apríl. Þá var ég með Hólmatind og
var þarna við veiðar ásamt stærstum hluta
báta- og togaraflotans í góðri veiði og fiskur-
inn er um það bil að byrja að hrygna.
Hafrannsóknastofnun sendir rannsókna-
skipið Bjarna Sæmundsson á svæðið í dauð-
ans ofboði og telur að hér hafi orðið ægilegt
slys. Þaö kom hins vegar í ljós við seiðataln-
ingar að út úr þessu „slysi" kom eitt besta
klak á þessum ámm. Þarna sönnuðust kenn-
ingar Bjarna heitins Sæmundssonar.
Hver er maðurinn?
Aubunn Auöunsson fæddist á Minni-Vatnsleysu 25. apríl 1925. For-
eldrar hans voru Auðunn Sæmundsson útvegsbóndi þar og kona hans
Wilhelmína Þorsteinsdóttir. Auöunn var sonur Sæmundar Jónssonar og
Guðrúnar Lísbetar Ólafsdóttur á Minni-Vatnsleysu.
Aubunn og Wilhelmína eignuðust 14 börn sem hétu (eftir aldursröð:
Ólafur, Elín, Kristín, Sæmundur, Þorsteinn, Gunnar, Halldór, Gísli, Auð-
unn, Petra, Pétur, Guðjón, Gubrún og Steinunn.
Fimm sonanna hafa fengist við skipstjórn meira og minna um ævina
og verið aflasælir.
Aubunn Auðunsson fór ungur til sjós, fyrst sem fullgildur háseti
1937, 12 ára gamall á Gunnari Hámundarsyni. Fyrsta skipið sem hann
stýrði var Kaldbakur frá Akureyri árið 1950. Hann átti síðan ríflega 30
ára feril sem togaraskipstjóri. Fyrst á síðutogurum, Fylki, Sigurði og
Narfa. Síðan á skuttogurum Hólmatindi, Framnesi, Hvalbak, Kambaröst
og fleirum.
Auðunn kvæntist Sigríði Stellu Eyjólfsdóttur. Börn þeirra eru Sæ-
mundur, Björn Eyjólfur, Steinunn, Ásdís og Stella Auður.
Menn halda að það megi aldrei trufla náttúruna við hennar störf. En
þá brosi ég breitt og hugsa til laxveiðimanna sem hafa einmitt gert það
með góðum árangri."
Hvemig samdi þér við Hafrannsóknastofnun á ferli þínum sem togara-
skipstjóri?
„Mér samdi bæði vel og illa við þá. Mér finnst þeir oft fullyrða of mik-
ið. 1958 var ég á Agli Skallagrímssyni við Austur-Grænland á þorskveiðum
á Jónsmiðum. Þarna rákumst við á bullandi hrygningarfisk niðri á 250
faðma dýpi. Árið áður hafði ég fengið merktan þorsk á Látragrunni. Þá
fullyrti Hafró að þorskurinn hrygndi hvergi nema milli Ingólfshöfða og
Látrabjargs.
Þessi fiskur sem ég fann við Grænland breytti því miklu því það sýndi
ÆGIR DESEMBER 1994 9