Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 35

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 35
anverðu Grænlandshafi og suðvestur af íslandi og gýtur hann vestan við Reykjaneshrygg og nær gotsvæðið langt SV í haf. Þetta lítur þó ekki út fyrir að vera samfellt gotsvæði heldur virðist gotið fara fram á misstórum þéttum blettum á þessu svæði (sjá myndir 2 og 3), enda bera veiðar þess merki. Mynd 4: Úthafskarfi. Utbreiðsla og þéttleiki samkvæmt bergmálsgildum í íslensk/norskum leiðangri í júní —júlf 1994. 10-20 20-30 30-50 50-70 >70 Mynd 5: Úthafskarfi. Útbreiðsla samkvæmt bergmálsgildum í tslenskum leiðangri í september 1993. Svæði þar sem úthafskarfi stendur þétt eru breytileg, m.a. eftir árstímum. Þannig er hann þéttastur í austan- og norð- austanverðu Grænlandshafi seinni part vetrar og í byrjun vors (mars-maí), þ.e. rétt fyrir got og á meðan á goti stend- ur. Eftir gotið gengur hann suðvestur á bóginn í ætisgöngu. í júní-júlí er hann þéttastur í vestanverðu Grænlandshafi og að miklu leyti innan grænlensku lögsögunnar, eins og sjá má á mynd 4 sem sýnir útbreiðsluna samkvæmt berg- málsmælingum í leiðangri íslendinga og Norðmanna sl. sumar (1994). í íslenskum leiðangri sem farinn var í sept- ember (1993) kom í ljós að úthafskarfinn var farinn að ganga austur á bóginn aftur og var orðinn þéttastur í aust- anveröu Grænlandshafi (sjá mynd 5). Haustveiðar byrjuðu þá lítilsháttar á úthafskarfa og voru þær teknar upp í aukn- um mæli nú í haust (1994). Upplýsingar um útbreiðsluna yfir vetrarmánuðina liggja ekki fyrir en niðurstöður íslenska leiðangursins í september 1993 og sú staðreynd að veiðarn- ar hófust í mars 1994 í norðausturhluta Grænlandshafs, m.a. innan íslenskrar lögsögu, benda til þess að úthafskarf- inn hafi gengið áfram til austurs og norðausturs yfir vetrar- mánuðina. Það er því nokkuð ljóst að úthafskarfinn gengur ÆGIR DESEMBER 1994 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.