Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 23
Hver er þessi Þorbjörn?
Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. var
stofnað 24. nóv. 1953. Stofnfélagar
voru: Sigurður Magnússon skipstjóri,
Sólheimum Grindavík, Kristinn Ólafs-
son vélstjóri, Holti Grindavík. Sæ-
mundur Sigurðsson skipstjóri, Austur-
götu Hafnarfirði og Tómas Þorvalds-
son, Gnúpi Grindavík.
Aðaltilgangur félagsins var þá eins
og nú útgerð fiskiskipa, fiskverkun og
annar skyldur atvinnurekstur. Sú
breyting varð á eignaraðild í Þorbirni
hf. árið 1975 að Tómas Þorvaldsson og
fjölskylda hans keyptu aðra eigendur
út og hefur fjölskyldan rekið það síð-
an. Tómas Þorvaldsson var forstjóri
þess frá upphafi og til ársins 1988.
Þá tóku þrír synir Tómasar við
rekstrinum og skipta þannig með sér
verkum að Eiríkur sér um fjármál og
rekstur útgerðarinnar, Gunnar um fisk-
vinnsluna og Stefán um viðhald og
vélar. Gerður Sigríður, systir þeirra,
vinnur við bókhald.
Eiríkur er viðskiptafræðingur frá HÍ,
Gunnar er með próf úr Fiskvinnslu-
skólanum og Verslunarskólanum en
Stefán hefur meistarapróf í rafeinda-
virkjun en bætti við sig viðskiptanámi
í Bandaríkjunum í fjögur ár eftir að
hafa rekið verkstæði og verslun í
Grindavík árum saman. Öll hafa þau
starfað við fyrirtækið frá blautu barns-
beini.
Þorbjarnarbræður hafa tekib virkan
þátt í félagsmálum innan sinnar at-
vinnugreinar. Eiríkur Tómasson situr í
stjórn Landssambands íslenskra út-
vegsmanna og Gunnar er í stjórn Sam-
taka fiskvinnslustöðva.
Lengi vel byggðist útgerð Þorbjarnar
mest á vertíöarbátum og átti fyrirtækið
þrjú til fimm skip. Hrafn Sveinbjamar-
son GK-255, Hrafn Sveinbjarnarson II
GK-10, Hrafn Sveinbjarnarson III GK-
11, Hrafn GK-12 og Sigurður Þorleifs-
son GK-256 eru nöfn sem margir
kannast við.
Bátaútgerbin heyrir sögunni til og
togarar hafa tekið við. Hrafn Svein-
bjarnarson, áður Snæfell frá Akureyri,
er frystitogari. Gnúpur GK-11 er ísfisk-
togari. Nú hefur Gnúpurinn veriö seld-
ur til Noregs í skiptum fyrir skipið sem
ábur hét Guðbjörg ÍS. Ætlun Þorbjarn-
armanna er aö breyta nýja skipinu í
frystitogara. Gnúpurinn var áður Snæ-
fugl, þar áður Guðbjörg þannig að hér
er ein kynslóð Guðbjargar látin ieysa
aðra af hólmi.
Þorbjörn framleiðir saltfisk og
skreið. Nú er saltfiskvinnslan 700-800
tonn á ári en var 1800 tonn þegar hún
var mest. Rækjuvinnslu er engin í
landi í augnablikinu þó skip Þorbjarn-
ar veiði rækju og nú verður engin síld
unnin hjá Þorbirni í fyrsta sinn um
árabil.
Ársverk hjá Þorbirni voru 84 árið
1993 og fækkaði um 5% á milli ára.
Velta fyrirtækisins var 969,4 milljónir
árið 1994 og minnkaði um 8% milli
ára. Þorbjörn var í 23 sæti á lista
Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki
í fiskvinnslu og útgerð árið 1993 og
var í 35 sæti yfir þau fyrirtæki sem
greiða hæst laun að meðaltali eða
3.287.000 kr. fyrir árið 1993.
Annað svar við spurningunni í fyr-
irsögninni er auðvitab það að Þor-
björn er bæjarfjall Grindvíkinga og
ein mesta höfuðprýði þar um slóöir.
Fjallið heitir Þorbjarnarfell á kortum
og er 243 metra hátt stakt móbergs-
fjall fyrir norðan Grindavík. Þaban er
gób útsýn yfir stóran hluta Reykjanes-
fjallgarðs. n
SJÓMANNAALMANAK 1995
kemur út í lok desember
Ómissandi handbók fyrir alla sem starfa við sjávarútveg.
MEÐAL EFNIS:
Skrá um vita og sjómerki. Skrá um sjávarföll við ísland og flóðatöflur fyrir landið allt.
Ýmsar notadrjúgar upplýsingar. Fjarskipti. Veður. Radíóvitar. Lög og reglur er varða
fiskveiðar og siglingar. Siysavarnir. Skipaskrá. Hafnaskrá. Og margt fleira.
FISKIFÉLAG ÍSLANDS
ÆGIR DESEMBER 1994 23