Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 11
Skuttogaraöldin hefst / árslok 1970 urðu þáttaskil á skipstjómar- ferli Auðuns pegar hann tók við skipstjórn á Hólmatindi SU frá Eskifirði sem var meðal fyrstu skuttogara íslendinga. Skuttogaraöldin var að ganga í garð eftir síidarbrestinn mikla árið 1967-68 og nýir tímar að renna upp. Drœm veiði í troll á árunum eftir 1960 hafði þau áhrif að togaraútgerðin var í mikilli lœgð enda hugsuðu allir um síld. Þótt íslendingar geti haldið því fram að þeir hafi fundið upp skuttogarann voru skosku Fairty-skuttogaramir þeir fyrstu í heiminum sem haldið var til veiða 1954. Auðunn tók þátt í tillögugerð um smíði skuttogara í Ægi, skipstjóra- og stýrimannafé- laginu, og var í sendinefnd sem gekk á fund Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra og kynnti honum Imgmyndir félagsmanna. Aðalsteinn fónsson útgerðarmaður á Eski- firði fékk Auðunn til að taka Hólmatind, taldi hann rétta manninn til að kenna Austftrðing- um ný vinnubrögð. „Hólmatindur var ágætt skip. Hann var með 1200 ha. Deutz-vél sem skilaði fínum togkrafti." Auðunn veiddi vel á Hólmatind og með því að nota stœrri bobbinga tókst honum að nýta vondar slóðir sem ekki höfðu nýst áður. „En bæði þessi frönsku skip og norsku skipin sem ég kynntist seinna vantaði öflug spil til þess að taka stór hol." Norðmenn kunnu ekkert að smíða togara „Staðreyndin er sú að Norðmenn kunnu ekkert að smíöa togara. Lagið á skipunum var óhentugt, þau voru flatbotna eins og gúanó- skip. Skrúfurnar voru alltof hraðgengar og með skrúfuhring sem var bara della. Þjóð- verjar voru búnir að prófa skrúfuhringinn mörgum árum áður og hættu vib hann. Menn eru enn að henda fé í þetta. Olíueyðsla á Sigurði var 4 tonn á dag á veiðum en norsku togararnir fóru með 5 tonn. Enn annar galli á norsku togurunum var sá aö það var alltof þunnt stál í skrokknum. Það var 9-10 mm stál í skrokknum en Sigurð- ur og fleiri nýsköpunartogarar voru með tommu þykkt (16 mm) stál í skrokknum. Um leið og kemur tæring í blikkið í þessum norsku skipum þá er komiö gat. Japönsku skuttogararnir voru líka dáiítið gallaöir þó þeir væru ágætir að mörgu leyti. Ég var meb Hvalbak frá Breiðdalsvík og hann reyndist algjörlega vélar- vana. Það var vitlaus skrúfa á honum. Japanarnir voru heilt ár að basla vib að setja á hann skrúfuhring og laga þetta en þab eina rétta hefði verið að fá rétta skrúfu og gíra hana niður. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Ég var stundum að tala um þetta með- an veriö var að smíða skuttogarana en það var aldrei hlustað á það. Gísli Jónsson sem réði miklu um hönnun nýsköpunartogaranna var orðinn of gamall þegar farið var að smíða skuttogarana og gat ekki komið vitinu fyr- ir menn." Hvemig líkaði Auðuni kennarahlutverkið um borð í skuttogurunum? „Maöur var eiginlega tæknilegur ráðunautur og reyndi eftir bestu getu að kenna mönnum til verka. Ég hafði velt ýmsu fyrir mér sem ekki laut DALVÍK, SÍMI: 96 - 61670, PÓSTFAX: 96 - 61833 Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogjarsœldar á nýju ári. eriDnlfief ÆGIR DESEMBER 1994 1 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.