Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 20
Páll Ásgeir Ásgeirsson. Daginn sem Ægir heimsækir Þor- bjarnarbræður í Grindavík er allt á ferb og flugi. Kaupin á gömlu Guö- björginni eru heyrinkunn, Gnúpur liggur viö bryggju nýkominn úr stuttri veiöiferð á heimamið og verið er að taka veiðarfæri og ýmis tæki í land áður en honum verður siglt til Noregs en fyrst þarf að drífa hann í slipp í létta yfirhalningu. Kvótaeign Þorbjamar er samtals 3.473 þorskígildistonn. Kvótinn skiptist þannig milli skipa að Gnúpur er með 2.058 þ.íg.tonn, þar af 615 tonn af þorski, en Hrafn Sveinbjamarson hefur 1.425 þ.íg.tonn, þar af 389 tonn af þorski. Hrafn hefur auk þess stundað karfaveiðar á Reykjaneshrygg og sótt í Smuguna í Barentshafi. Gnúpur hefur tvisvar sinnum sótt fullfermi afsöltuðum þorski í Smuguna og siíkt hlýtur að vera drjúg búbót og alls hafa skip Þorbjarnar sótt í Smuguna sem svarar nœr öllum út- hlutuðum þorskkvóta fyrirtœkisins. „Við höfum notið góðs af veiðum í Smugunni en við byggjum ekki rekst- ur okkar á að framhald verði á þeim. Við bindum meiri vonir við karfaveið- arnar. Auðvitað vonum við svo að ís- lendingar fái kvóta úr Barentshafi," segir Gunnar og bræður hans taka undir. Hve mikill kvóti vœri sanngjarn og hverjir eiga að fá hann? „Sagði Gro Harlem ekki á fundi að íslendingar væru búnir að veiða 50 þúsund tonn? Það er hæfilegur kvóti. Við höfum fram til þessa skipt kvóta niður á útgerðir eftir veiðireynslu og það er engin ástæða til þess að breyta því. Þeir sem hafa veitt í Barentshafi fá kvótann ef til kemur." Nú hafa smábátaeigendur lýst þeirri skoðun að slíkum kvóta skuli jafha nið- ur á alla. Finnstykkur það rétt? „Ef við gætum aukið okkar veiöi jafnmikið og þeir hafa gert á undan- förnum árum þá værum við ánægðir. Þeir hafa fengið sérstaka meðhöndlun í kvótakerfinu." Mikil skerðing veiðiheimilda Hvernig hefur Þorbjörn farið út úr kvótakerfinu. Hefur skerðing veiðiheim- ilda orðið mikil? „Við höfum orðið fyrir hrikalegri skerðingu," segir Eiríkur framkvæmda- stjóri. „Þegar best lét 1988 og 89 fram- leiddum við 1800 tonn af saltfiski. Árið 1989 veiddi Gnúpurinn 2000 tonn af þorski auk alls annars afla. í dag er Gnúpurinn með kvóta af þrem- ur vertíðarbátum auk síns eigin kvóta. Við höfum verið að bjarga okkur und- an skerðingum með því að selja skip og laga útgerðina. í dag eru þorskveiði- heimildir okkar fjórðungur þess sem þær voru áður og karfaveiðiheimildir hafa einnig dregist mikið saman." Hefur ykkur tekist að aðlaga fyrir- tœkið þessum breyttu forsendum? „Okkur hefur tekist það bærilega en þaö er ekki auðvelt að búa við stans- lausan niðurskurð á aflaheimildum og erfiðast er þegar störfum fækkar í kjöl- farið. Það versta sem maður gerir er að þurfa aö fækka fólki eins og við höfum 20 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.