Ægir - 01.12.1994, Blaðsíða 27
ingu frá honum og vitneskju um hvernig hinir hefðu hagab
veiðunum. Einnig reyndi ég að hafa samband við þá á Súg-
andafirði þó ekki gengi vel aö fá hjá þeim upplýsingar. Þeir
vildu sitja á þessari þekkingu sem þeir höfðu. Þetta snýst
mest um toghraða og svoleiðis hluti. Gunnlaugur Kristjáns-
son, yfirverkstjóri hjá Hjálmi hf. á Flateyri, hafbi verið á
kúfiskveiðum á 5. áratugnum og hann gaf mér upplýsingar.
Þetta kom nokkuð fljótt hjá okkur. Mesta baslið var ab
fyrstu þrjá mánuöina vorum við með plóg sem ekki virkaði.
Það var í rauninni engin þekking á þessum plógum á ís-
landi. Það er ekki nóg að henda bara einhverjum vírakassa í
sjóinn til að fá skel."
Skelin kemur lifandi í land
Hvemig fara kúfiskveidamar fram?
„Það fer barki á undan plógnum sem rótar upp botnin-
um. Hann er hífður í sjóinn fyrst líkt og troll. Síðan er plóg-
urinn settur út og hann er dreginn meö grastógi til þess að
fá jafnara átak. Hann er síðan hífður upp á vír. Við erum
með sjódælu sem dælir 8500 lítrum á klst. í gegnum bark-
ann og ég kveiki á dælunni áður en plógurinn en látinn
fara til þess að halda honum réttum áður en hann kemur í
botninn. Síðan keyri ég plóginn út og held vissum þrýstingi
á barkanum og fer þrýstingurinn eftir botnlagi og veðri.
Dýpið sem veitt er á er rokkandi frá tveimur föðmum niður
undir þrjátíu faðma. Þegar maður finnur að plógurinn er
sestur er byrjað að draga. Dregið er frá fimm og upp í tíu
mínútur. Maður finnur á plógnum hvort hann fyllist fljótt.
Þab er skriðmælir um borb og skiptir hann verulegu máli
við veiðarnar því rétt togferð er nauðsynleg. Svo er bara híft
og aflanum sturtað úr plógnum í síló. Síðan fer hann gegn-
um flokkara sem flokkar ruslib frá og tómar og brotnar
skeljar. Kúfiskurinn fer síðan eftir færiböndum ofan í lest.
Lestin er eiginlega tveir 40 feta gámar sem fylltir eru af sjó
áður en veiðarnar byrja. Þeir taka um 60 tonn af sjó. Það
eru grindur í gámunum og í þær fer aflinn. Skelin kemur
svo lifandi í land."
Hvað emð þið lengi að fylla skipað afskel?
„Það er misjafnt. Þab fer eftir árstíma, hvernig skelin ligg-
ur í hafinu og hve laus hún er við botninn. Maður er abeins
farinn aö fá nasasjón af þessu. Ég myndi skjóta á aö það
taki um sex klst. að fylla bátinn. Það eru svona þrjátíu og
sjö, átta tonn. Vib höfum fyllt skipið á þrem og hálfum
tíma."
Er byrjað að vinna kúfiskinn hér á Flateyri?
„Nei, Ameríkuvinnslan er ekki byrjuð. Við vorum í beitu-
framleibslu í átta til níu mánuði en þab bar sig bara engan
veginn. Þetta var samt ágætt tímabil upp á ab fá þekking-
una. Kúfiskurinn er góð beita sem reynist að vísu misjafn-
lega eftir árstímum. Nú er verið að standsetja vinnsluna fyr-
ir Ameríkumarkað. Þar verður kúfiskurinn aðallega notaöur
í súpuframleiðslu. Það er búið að taka heilt ár að finna
markaðinn fyrir kúfiskinn því hann er virkilega lokaður þó
ab talsverð eftirspurn sé. Ég var á austurströnd Bandaríkj-
í rennunni hangir kúfiskplógurinn. í góðri veiði tekur
6 tíma að plægja upp fullfermi af kúfiski.
anna fyrir skömmu, á Rode Island og niður í Cape May og
var ég aöallega að kynna mér báta sem stunda þessar veiðar
þar. Kaninn er búinn ab stunda þessar veiðar frá 1950,
stanslaust, og hefur hann mikla þekkingu á veiðunum.
Þetta er sama tegund kúfiskjar og hér. Stofninn er þó sterk-
ari þar."
Spurning um nógu sterk veiðarfæri
Hver er munurinn á útbúnaði Æsu og amerísku bátanna
til veiðanna?
„Það er að sýna sig nú, sem reynslan hefur reyndar kennt
manni, að þetta er allt saman spurning um að veiðarfærin
séu nógu sterk. Þetta eru óhugnanleg átök þegar þetta hel-
vítis drasl fer fram og til baka. Við vorum í bölvuðu basli í
allan fyrravetur með að láta færiböndin ganga. Þau fyllast af
grjóti, leðju og rullu og slitna óhemju mikib. Maður sá það
bara úti á Ameríku að þykkt færibandanna og styrkleiki
þeirra er allt annar en hér heima, eftir því sem maður á að
venjast í venjulegum fiskiskipum. Fyrir utan það náttúru-
lega, eru veiðarfærin þeirra þónokkuð stærri en við eigum
að venjast og skipin eru mun stærri. Þó eru ekki fleiri menn
á þeim en hér. Við höfum verið fjórir á Æsu. Æsa hefur
reynst mjög vel að öllu leyti fyrir utan þessa veiðarfæragalla
sem við var aö etja í byrjun, enda er skipið sérsmíðað fyrir
þessar veiðar. Vélabúnaðurinn er mjög góbur. Eina sem
þyrfti að gera er að lengja skipið til þess að fá meira pláss og
nýta aflann. Þetta er afkastamikið tæki ef maður er á réttum
stað og í góðri veiði."
Hver verður vinnslugetan í landi þegar móttakan er tilbúin?
„Hún verður miklu meiri en þessi bátur getur annað.
Þetta er náttúrulega byggt upp með framtíðina í huga. Ég er
bjartsýnn á framtíð og vinnslu og veiöar kúfiskjar. Þetta er
nýjung. Ef þetta tekst ekki núna held ég að erfitt veröi að
byrja aftur. Menn eru búnir að leggja allt í sölurnar til þess
að koma þessu áfram. Það er áætlað að veiðar og vinnsla
hefjist af fullum krafti öðru hvoru megin við áramótin
næstu", sagði þessi hressi skipstjóri yfir kaffibolla í samtali
við Ægi um borð í Æsu í Flateyjarhöfn. ö
ÆGIR DESEMBER 1994 27