Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1995, Page 12

Ægir - 01.04.1995, Page 12
SJÁVARSÍÐAN ANNÁLL VIÐ NÁNARI ATHUGUN Ríkið græðir á skipakaupum Þegar skip er sett inn á skipaskrá þarf að greiða tvennskonar gjöld tii ríkisins. Fyrir að þinglýsa eignarhaldi á nýju skipi hjá næsta sýslumannsembætti er greitt rétt eins og þegar keypt er hús. Sýslumanni þarf að greiða 0,4% af endanlegu kaupverði skipsins og 1.000 krónur að auki í þinglýsingargjald. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á ísafirði er gjaldið 0,4 % fyrir öll skip yfir 5 tonnum. Auk þess er árlega greitt til ríkisins skipagjald fyrir að hafa skip á skrá. Sú gjaldskrá er þannig byggð upp að fyrir skip undir 8 metrum að lengd eru greiddar 9.600 krónur á ári. Gjaldið stighækkar síðan í sjö flokkum en sá hæsti tekur til skipa sem eru 1601 brl. og stærri. Þar er gjaldið 168.750. Þau skip sem hafa viðurkennda flokkun fá 40% afslátt af árlegu gjaldi. Innifalinn í skipagjaldi er kostnaður vegna árlegrar aðalskoðunar en gjaldið fellur ekki niður þó skoðun fari ekki fram eða skipið sé um stundarsakir ekki í notkun. Árið 1988 hafði ríkissjóður 32,6 milljónir í tekjur af skipaskrárgjaldi, en árið 1993 56,2 milljónir. Þessar tekjur renna til Siglingamálastofnunar og stendur gjaldið undir hluta af framlagi ríkisins til stofnunarinnar. Um þessa gjaldskrá er sérstök reglugerð nr. 546 frá 28. des. 1993. Gjaldtaka hins opinbera óhófleg Ef um er að ræða nýsmíði tekur hið opinbera sérstakt nýsmíðagjald sem skiptist í sjö flokka eftir ákveðnum reglum með tilliti til verkefna. Það er 90.090 fyrir skip og báta 8-15 metrar að lengd, en nemur 0,30% af lokaveröi þilfarsskips sem er styttra en 26 metrar en 0,26% af lokaverði skips sem er lengra en 26 metrar. Sé skip smíðað erlendis bætist við kostnaður vegna fargjalda og dagpeninga skoðunarmanna. Skip með viðurkennda flokkun fá 40% afslátt af þessu gjaldi. Fyrir útreikning á hleðslumerkjum er tekið sérstakt gjald 10.070-20.150 eftir stærð skips. Fyrir endurmælingu er sérstakt gjald, 6.720 til 84.730 eftir stærð. Auk þes sem að framan greinir fær ríkissjóður í sinn hlut stóran hlut stimpilgjalda af lánum. „Mér finnst gjaldtaka hins opinbera af viöskiptum eins og þessum vera óhófleg," sagði Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík en Þorbjörn keypti sl. ár notað skip. „Þetta er talsverður kostnaðarliður sem íþyngir mönnum verulega við endurnýjun skipa." Tökum dæmi Jón Jónsson kaupir notaðan togara fyrir 300 milljónir. Hann greiðir 1.201 þúsund krónur í stimpilgjöld og þinglýsingarkostnað vegna kaupanna og skráningar. Hann yfirtekur gömul lán og tekur ný vegna kaupanna, samtals að upphæð 200 milljónir króna. Stimpilgjöld vegna lánanna nema 3 milljónum króna. Samtals fær ríkissjóður því a.m.k. 4,2 milljónir í sinn hlut. Jón A. Jónsson lætur smíða nýjan frystitogara, Auðbjörgu RE í Noregi. Lokaverð skipsins er 1.800 milljónir. Jón greiðir 72 milljónir í þinglýsingu og stimpilgjöld og að auki 46.8 milljónir í nýsmíðagjald. Hann borgar 30% andvirðisins af eigin fé en tekur lán fyrir samtals 1.200 milljónir. Hann greiðir 18 milljónir í stimpilgjöld vegna lánanna. Samtals fær ríkissjóður því í sinn hlut 136,8 milljónir hið minnsta, eða ca. 0.7% af andvirðinu. ■■ Rækjutogarinn Skutull frá HH ísafirði kemur að landi með 225 tonn af frystri úthafsrækju að verðmæti ca. 70 milljónir. Þetta er hæsta aflaverðmæti sem ís- lenskt rækjuskip hefur fengið í einni veiðiferð og nemur fimmt- ungi heildaraflaverðmætis Skutuls allt árið í fyrra. ■■ í togaraskýrslu LÍÚ kemur ■H fram að hæsti hásetahlutur á frystitogara 1994 var á Baldvin Þorsteinssyni EA, 6,1 milljón á ár- inu. Meðalhásetahlutur á frysti- togaraflotanum er 3, 3 milljónir yfir árið. ■■ Sjólaskip í Hafnarfirði Kfl kaupa fimm ára gamlan eistneskan verksmiðjutogara 7700 brúttótonn að stærð. Skipið er systurskip Vydunas sem hefur gert það gott á úthafsveiðum. Skipið, sem ber nafnið Heinaste, verður einkum gert út á út- hafskarfann. Grásleppukarlar hugsa sér gott til glóðarinnar en Danir bjóða 20% hærra verð fyrir tunnu af grásleppuhrognum en á síðustu vertíð. Það þýðir um 72 þúsund krónur fyrir tunnuna. í fyrra vom fluttar út 12.500 tunn- ur af grásleppuhrognum. ■!■ Sjómannasamtökin hyggj- bl ast höfða mál á hendur nokkrum útgerðum vegna fisk- verðsákvarðana. Með þessu vilja sjómenn knýja útgerðir til þess að standa við þau ákvæði samning- anna að jafnan skuli leitað hæsta verðs við sölu á afla. Sjómenn telja að samningar útgeröar við sjómenn um fast verð gangi gegn þessu. ■■■ Norðurtanginn hf. á ísa- Kfl firði kaupir 50 metra iang- an frystitogara með 3200 ha. vél og búnaði til frystingar um borð. Skipinu verður breytt og það sent á ísfiskveiðar til að afla frystihúsi Norðurtangans hráefnis. Togarinn 12 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.