Ægir - 01.04.1995, Side 21
6. mynd. Stofnvísitala
úthafsrækju á
svæðinu Norðurkantur-
Héraðsdjúp.
7. mynd. Meðalstærð rækju
(fj/kg) í stofnmælingu á
svæðinu Norðurkantur-
Héraðsdjúp.
aukist úr 204 stk. áriö 1988 í 259 stk. árið 1992, en síðan
haldist nokkuð stöðugur til ársins 1994 (tafla 5 og 7.
mynd).
Á Halanum og Rauöa torginu er rækjan yfirleitt álíka stór
og jafnvel stærri en rækja á Norðurkanti, Kolbeinsey og í
Eyjafjarðarál.
Hlutfall kvendýra
Eins og kunnugt er skiptir rækjan um kyn þegar hún hef-
ur náð nægjanlegri stærð. Unga rækjan er þannig öll karl-
dýr og kvendýrin eru sambærileg við hrygningarstofn hjá
fiskum. Hlutfall kvendýra eftir svæðum er sýnt í töflu 6.
Hæst er hlutfallið á nyrstu svæðunum og oftast líka í Eyja-
fjarðarál, eða 22,8% að meðaltali fyrir öll árin 1988-1994.
Hlutfallið var hæst árið 1989,
32,4% en eftir það hefur
hlutfallið verið lægra. Á öðr-
um svæðum fyrir norðan
land er hlutfall kvendýra
lægra, eða 14% að meðaltali
fyrir öll árin. Þar hafa hlut-
föll kvendýra líka fallið lítil-
lega á því tímabili sem stofn-
mælingin nær yfir. Hlutfall
kvendýra er lægst í Bakka-
flóadjúpi og í Héraðsdjúpi,
þ.e. 12,2% fyrir öll árin. Líkt
og á hinum svæðunum hefur
hlutfallið lækkað frá því at-
huganir hófust.
Þegar öll svæðin, þar sem
stofnmælingin hefur farib
fram óslitiö í 7 ár, eru vegin
saman kemur fram að kven-
dýrin eru rúm 16% að meðaltali öll árin. Hlutfall kvendýra
var þó hærra í byrjun, eða um 20 og 19,7% árin 1988 og
1989, en þetta hlutfall lækkaöi því næst niður í 16,2% árib
1990 og áfram í 14,5% árið 1991 (tafla 6, 8. mynd). Eftir
þab hefur hlutfallið verið nokkuð jafnt. Á sama tíma hefur
stofnvísitala rækju á þessu svæbi hækkab úr 39 og 33 á ár-
unum 1988 og 1989, í 70 árib 1991 og verið 53, 62 og 69
árin 1992, 1993 og 1994 (6. mynd). Þannig er heildarfjöldi
kvendýra ekki svo lágur heldur hefur karlrækju fjölgað mun
meira en kvenrækju á undanförnum árum.
Hlutfall kvendýra á Halanum var mishátt, eða
15,8-39,7% og hæst árið 1993. Mun lægra hlutfall kvendýra
er á Rauða torginu, eða 18,2% að meðaltali. Hlutfall kven-
dýra var þó hæst þar árib 1994 , eða 27,4%.
8. mynd. Hlutfall kvendýra
(%) í stofnmællngu
úthafsrækju á svæðinu
Norðurkantur-Héraðsdjúp.
Tafla 5
Fjöldi per kíló veginn með vísitölu hvers tilkynningarskyldureits í stofnmælingu úthafsrækju
Svæöi/ár 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Meöaltal
Norðurkantur, Kolbeinsey og Eyjafjaröaráll 161 154 180 171 166 181 183 171
Sporbagrunn, Skagafjarðardjúp, Grímsey-Langanesdjúp 239 255 241 249 293 273 297 264
Bakkaflói og Héraðsdjúp 270 253 235 269 325 258 345 279
Norðurkantur-Hérabsdjúp alls 204 216 209 212 259 234 255 227
Hali 150 160 161 157
Rauba torgið 162 162 164 130 166 157
Tafla 6 Hlutfallslegur fjöldi kvendýra (%) veginn með vísitölu hvers tilkynningarskyldureits í stofnmælingu úthafsrækju
Svæbi/ár 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Mebaltal
Norðurkantur, Kolbeinsey og Eyjafjarðaráll 24,7 32,4 20,1 18,9 25,7 18,9 18,7 22,8
Sporðagrunn, Skagafjarðardjúp, Grímsey-Langanesdjúp 17,6 15,5 13,5 11,8 14,5 12,0 13,0 14,0
Bakkaflóadjúp og Héraðsdjúp 14,6 14,7 12,6 11,4 9,8 13,7 8,7 12,2
Noröurkantur-Héraðsdjúp alls 20,0 19,7 16,2 14,5 15,5 14,4 13,7 16,3
Hali 15,8 39,7 22,5 26,0
Rauða torgib 11,2 16,5 16,5 19,6 27,4 18,2
ÆGIR APRÍL 1995 21