Ægir - 01.04.1995, Side 28
VINNAN
Þröstur Haraldsson.
Þrátt fyrir allar þær breytingar sem
átt hafa sér stað í útgerb og fisk-
vinnslu hér á landi er eitt sem aldrei
breytist: í öllum frystihúsum vinnur
stór hópur kvenna viö að snyrta
fiskflök, skera þau til og setja í um-
búðir. En skyldi þetta starf ekkert
hafa breyst í tímans rás? Við nánari
athugun kemur í ljós ab svarið er
eiginlega bæbi og. Starfið sjálft, þ.e.
snyrtingin, hefur sáralítið breyst, en
öll umgjörðin - framleibslutæknin,
umbúðirnar, vinnustaðirnir og
starfskjörin - tekib stakkaskiptum.
Matthildur Sigurjónsdóttir fiskverka-
kona í Hrísey man tímana tvenna í
fiskvinnslu því hún hefur stundað hana
„allt oflengi" eins og hún segir sjálf.
Hún byrjaði sem ung sti'dka um miðjan
sjöunda áratuginn og hefur gengið í
gegnum ýmsar breytingar á starfskjör-
unum og vinnunni sjálfri. Hún hefur
verið virk í kjarabaráttu fiskverkafólks,
er formaður Hríseyjardeildar Einingar
og situr í stjórn fiskvinnsludeildar
Verkamannasambandsins. En hvernig
var ástandið þegar hún mœtti fyrst til
vinnu í frystihúsi KEA í Hrísey?
Tímavinna og hraðabónus
„Þegar ég byrjaöi var bara tíma-
vinna og þá voru þær álitnar dugleg-
astar sem voru fyrstar til að fylla úr-
skurðarbakkann. Þær voru fyrirmynd
okkar nýliðanna. Svo kom hraðabón-
usinn þar sem afköstin réðu öllu, en
ekkert var spurt um nýtinguna. Það
breyttist þó fljótlega þegar tekið var
upp bónuskerfi sem tók bæbi mið af
afköstum og nýtingu."
Var það einstaklingsbónusinn?
„Nei, við fórum aldrei út í einstak-
lingskerfið hér í Hrísey eins og sums
staðar tíbkaðist þar sem konurnar voru
einar á borði. Fyrst unnum vib þrjár og
alltaf
jafn
einhæf
Matthildur
Sigurjónsdóttir
fiskverkakona í
Hrísey segir ab kostir
flæbilínunnar fyrir
starfsfólkib séu ekki
nýttir sem skyldi
þrjár saman og fullunnum fiskinn.
Tvær snyrtu og sú þribja pakkaöi og
setti í pönnur. Svo var þessu breytt
þannig að vib vorum tvær og tvær
saman, en fullunnum ekki fiskinn á
borðinu heldur var snyrt á einu borði
og fiskurinn settur í bakka. Pökkunin
fór svo fram á öbru borði."
Kallaði þetta kerfi ekki á mikla sam-
keppni milli kvennanna innbyrðis?
„Jú, það gat gert þab. í fyrstu valdi
verkstjórinn konurnar saman og þá gat
þab skapað spennu ef mikill munur
var á afköstunum. En svo fóm konurn-
ar að velja sig saman sjálfar og þá
breyttist þetta."
Fyrsta flæðilínan
En svo kom flceðilínan utan afsjó og
breytti öllu kerpnu. Þessi aðferð við að
vinna fisk mun vera upprunnin um
borð í frystitogurunum og hefur síðan
rutt sér til ríims í fjölmörgum frystihús-
um á landi.
„Við í Hrísey vorum fyrsta húsið
sem gerði samkomulag um hópbónus í
flæðilínu í ársbyrjun 1988, enda var
þetta fyrsta flæðilínan sem sett var
niður til frambúðar í frystihúsi á landi.
Þab hafði verið gerð tilraun með hana
á Höfn í Hornafirði til hliöar við aðra
vinnslu. Við áttum von á því að fyrsti
samningurinn um nýtt bónuskerfi yrði
gerður við okkur, en næst á eftir okkur
var frystihús Tanga á Vopnafirði og
þar voru fyrstu samningarnir um hóp-
bónus gerbir.
Vinnumálasamband samvinnufélag-
anna ætlaði að láta okkur skrifa undir
þann samning óbreyttan. Vib voru
hins vegar vel undirbúin og gátum
fengib í gegn ákveðnar breytingar á
honum. Við vissum ekki hvernig þetta
kerfi myndi reynast og fengum því
ákvæði um kauptryggingu sem hljób-
aði upp á rúmar 95 kr. á tímann og
2,10 kr. á hvert framleitt kíló af afurö-
um."
Allir með sama bónus
Þarna varð vemleg breyting á bónus-
kerftnu, í hverju fólst hún?
„Hún fólst einkum í því að í stað
þess að bónusinn væri reiknaður út
28 ÆGIR APRÍL 1995