Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1995, Side 35

Ægir - 01.04.1995, Side 35
Ólafur Thorlacius kortagerðarmaður: „Starf kortagerðarmanns felst í því að taka við mælingum í talnaformi og breyta talnaflóðinu, fyrst í uppkast og síðan í endalegt sjókort." Haukur Sigurðsson deildarstjóri í sjó- kortasölu: „Mitt aðalstarf er að selja sjókort og annað sem stofnunin gefur út auk þess að sjá um tilkynningar til sjófarenda og færa leiðréttingar inn í kortin." Hilmar Helgason skipstjóri og deildar- stjóri: „Mitt starf er að stýra mælinga- bátnum Baldri á sumrin en á veturna vinn ég við tölvur við úrvinnslu gagna sem við öflum. Ég hef verið sjómaður í 25 ár.“ fjöldi starfsmanna hefur verið svipaöur síöastliöin 20 til 30 ár." í ljósi þess hve gamlar sumar þær mælingar em sem sjó- kortin byggja á, hafa nýjar mælingar leitt í ljós gloppur eða frávik í kortunum? „Það eru fyrst og fremst eyður. Þær upplýsingar sem eru í kortunum eru yfirleitt réttar en það var langt á milli mæli- punkta og því getum við í dag rekist á grunn sem er alls ekki á kortinu. Strandlengjan eins og hún birtist okkur á sjókortum er rétt svo langt sem það nær." Það tekur um það bil tvö ár aö gera sjókort eftir að mæl- ingar hafa farið fram. Nú hefur fyrsta sjókortið af nágrenni Tjörness og Skjálfandaflóa byggt á nýjum mælingum litið dagsins ljós. Kort af Skagafirði og Húnaflóa er í burðarliðn- um. Að sögn Róberts er ákveðin forgangsröð í gangi við kortagerð og þá einkum tekið tillit til þess hve mikil umferb hve stórra skipa er um svæbib. Forgangsröðin er meb þeim hætti að þó Breiðafjörður sé þakinn óteljandi eyjum, hólm- um og skerjum er lítil umferð um hann nema á smærri skipum þaulkunnugra heimamanna og því ekki talið til vansa þó nákvæmar mælingar og sjókort vanti. Brýnt þótti orðið ab fá nýtt kort af Tjörnesi og Skjálfanda og ekkert nothæft sjókort var til af Skagafirði þar sem Sauð- árkrókur og fleiri stabir eru vaxandi útgerbarbæir. Hve langan tíma tekur að gera sjókort af allri strand- lengjunni? „Því er erfitt að svara," segir Róbert, „við stefnum að því að ijúka gerð 1:100.000 korta um aldamót. í þessa seríu vantar kort af tveimur svæðum við ströndina. Annars vegar er þetta svæðið frá Borgarnesi vestur að Súgandafirði. Hins- vegar er svæðið frá Hornafirði, vestur að Ingólfshöfða. Af þessum svæbum eru aðeins til gömul yfirsiglingakort." Nú er staðan þannig ab nýjum mælingum er lokiö frá Hraunhafnartanga vestur á miðjan Húnaflóa. Næsta verk- efni er að mæla frá Breiðdalsvík í austri vestur að Ingólfs- höfða. Það mun taka næstu tvö til þrjú ár meb aðstoð frá varðskipi. í ljósi þess að á stórum svæðum rétt utan við ströndina er sjávarbotninn kortlagður með gömlum, strjálum hand- lóðsmælingum frá síðustu öld má líkja starfi Sjómæling- anna við leiðangra landkönnuða. Á hátíðastundum segja ís- lendingar: Föðurland vort hálft er hafiö. Þetta má vera rétt en nú er loks hafin kortlagning sem gerir íbúunum kleift að þekkja föðurland sitt til hlítar. □ < RKS GASSKYNJARAR ■ FYRIR FREON OG AMMONÍAK SPARNAÐUR UMHVERFIS- VÆNT ÍSLENSKT HUGVIT ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Gasskynjararnir eru til þess að gera viðvart um leka í fyrsti- og kælikerfum. Þeir eru gerðir íyrir erfiðar aðstæður og henta vel í t.d. frystihúsum og frystitogurum. Þeir spara tíma, fé og fyrirhöfn < RKS Skynjaratækni Borgarflöt 27 - 550 Sauðárkrókur S: 95-36054 - Fax: 95-36049 ÆGIR APRlL 1995 35

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.