Ægir - 01.06.1995, Page 25
Afla landað til
áframhaldandl útflutnings
Fiskifélag íslands áætlar að afli erlendra
skipa árið 1995 sem lagður var á land á
íslandi til áframhaldandi útflutnings
(transit) hafi verið sem hér segir (óslægður
fiskur í tonnum):
Rækja 5.048
Karfi 25.896
Þorskur 8.051
Ýsa 115
Grálúða 32
Annað 57
Samtals 39.199
Hér að neðan sést áætluð skipting þessa
afla á skip eftir því hvaðan þau eru og fjöldi landana:
Fjöldi Fjöldi
skipa landana
Rússnesk skip 20 43
Grænlensk skip 14 30
Þýsk skip 6 20
Norsk skip 5 6
Dönsk skip 2 9
Færeysk skip 6 17
Önnur skip 5 15
Samtals 58 140
Veruleg aukning milli ára
Þórarinn er nú að skoða árið 1993 með
það fyrir augum að fá samanburð milli ára. í
ljós kemur að árið 1993 var landaö hér
20.089 tonnum til flutnings áfram. Samtals
57 skip komu hingað 87 sinnum og má af
þessu sjá að umsvif í þessu hafa aukist veru-
lega. Leiða má rök að því að 1994 hafi tekjur
af transit-afla verið mun meiri því þær eru
mjög tengdar aflamagni sem jókst verulega
milli ára. Eru þessar tölur tæmandi?
„Ég hef nú unnið nógu lengi við skýrslu-
gerð af þessu tagi til þess að ég læt nægja að
segja að þaö veit enginn betur."
Rússarnir að fara?
Það sem af er árinu 1995 hefur komið
merkjanlegur afturkippur í landanir rúss-
neskra togara hér til vinnslu. Enn er ekkert
vitað um landaðan afla til flutnings áfram
en af þessum tölum má vera ljóst að hér er
eftir talsverðu að slægjast.
„Viðhorf manna hefur mikið breyst," seg-
ir Þórarinn. „Mér sýnist fyrirtæki í vaxandi
mæli leggja sig fram um að laða þessi við-
skipti hingað en fyrst í stað gætti nokkurra
fordóma."
Afli hentifánaskipa rýr
Þórarinn hefur tekið saman tölur um
annan athyglisverðan þátt í fiskveiðum ís-
lendinga en það eru tölur um afla hentifána-
skipa, bæði þann afla sem þessi skip landa
hérlendis til vinnslu og einnig afla sem þau
hafa landað erlendis.
Listinn yfir landanir hentifánaskipa til
vinnslu hérlendis árið 1994 er forvitnilegur
en samtals lönduðu þessi skip 10.241 tonni
hér að verðmæti 276.692 milljónir króna.
Alls lönduðu ellefu hentifánaskip afla til
vinnslu innanlands á árinu. Þorskur var
tæplega helmingur af magninu, eða 4.000
tonn, en stóö undir stærstum hluta verð-
mætisins, eða 237.498 milljónum króna.
Þegar talað er um hentifánaskip er átt við
skip sem skráð er undir eriendum fána en er
að mestu eða öllu leyti í eigu íslendinga.
Skipin á þessum lista eru í stafrófsröð
Ammasat, Akraberg, Arnarnes, Óttar Birting,
Hágangur I og II, Siglir, Arctic Eagle, Fis-
herman, Vydunas og Rex. Þess ber að geta
að sum þessi skip eru nú komin undir ís-
lenskt flagg svo þeim hefur fækkað nokkuð.
Til viðbótar þessu lönduðu Rex, Arctic
Eagle, Fisherman og Arnarnes einu sinni
hvert erlendis á árinu 1994 en Hágangarnir,
Óttar Birting og Siglir lönduðu öllum sínum
afla hér heima.
Rétt er að geta þess að Þórarinn lét ekki
blaðinu í té nöfn skipanna, aðeins tölulegar
Hvert skip sem landar
afla hér til áfram-
haldandi útflutnings
skilar ab lágmarki
12-14 milljónum króna
í þjóöarbúið.
•
Þessi skip kaupa m.a.
olíu fyrir rúmar 700
milljónir, fragt fyrir
rúmar 550 milljónir.
Umsvif á þessu sviöi
aukast stöhugt.
Þaö sem af er árinu
1995 er merkjanlegur
afturkippur í löndunum
rússneskra togara til
vinnslu hér.
Afli „íslensku"
hentifánaskipanna
viröist rýr og útgerö
þeirra viröist ganga
brösulega.
Fyrirtæki leggja sig í
vaxandi mæli fram um
aö laða þessi viðskipti
hingað.
KOSTUR FYRIR SKIP OG BÁTA
Alltá einum staö:
Matvörurog hreinlætisvörur fyrir skip. Kjötá heildsöluveröi.
Skipaverslunin - Sérverslun sjómanna.
NÝI LISTINN KOMINN
HRINGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK
SÍMI/TEL. 562-5570 • TELEFAX 562-5578
ægir 25