Ægir - 01.06.1995, Qupperneq 28
Þjóðin beið eftir aflatölunum
Þórarinn er alinn upp á Höskuldar-
nesi á Melrakkasléttu og man glöggt
eftir 31. ágúst 1942 þegar þessi friösæli
sveitabær dróst inn í átök seinni heim-
styrjaldarinnar þegar þýsk sprengju-
flugvél varpaði tveimur sprengjum
sem komu til jarðar um 200 metra frá
bænum. Fyrstu kynni hans af Fiskifé-
laginu voru að hlusta á reglulegar afla-
fréttir af síldveiðum sem lesnar voru í
útvarpið á hverjum mánudegi og
menn fylgdust með af miklum spenn-
ingi, bæði til þess að fregna um aflann
yfirleitt og eins til að fylgjast með því
hvaða bátur væri hæstur. Síðar kom
það í hans hlut að taka saman þessar
sömu skýrslur.
„Við komum hérna á sunnudögum
og sóttum stóran bunka af skeytum
niöur á pósthús í sérstakan kassa og svo
var sest við að reikna og teija saman.
Þessi vinna stóð oft fram á kvöld. Svo
var allt iðulega allt á suðupunkti hér á
mánudögum þegar vib vorum að ljúka
verkinu á tilsettum tíma fyrir útvarpið
því öll þjóðin beið eftir þessu."
Þetta var áður en tíðkaðist aö greiða
sérstaklega fyrir yfirvinnu svo starfs-
menn sáu þess engan staö í launum aö
þeir hefðu unnib flesta sunnudaga
meðan síldarvertíðin stóð yfir. Þessi
vinna lenti á mörgum starfsmönnum
Fiskifélagsins, en helst á Þórarni og
Arnóri Guðmundssyni skrifstofustjóra
Fiskifélagsins um árabil.
„Hann var minn kennari, vinur og
leiðbeinandi og það litla sem ég kann í
skrifstofustörfum og skýrslugerð læröi
ég af honum. Arnór var mikill öblings-
maður."
Tréhestur á tölvuöld
Á þeim tíma sem Þórarinn hefur
unnið við skýrslugerð hjá Fiskifélaginu
hefur hann séð stórstígar breytingar á
tækni við skýrslugerð. Fyrstu árin var
allt handskrifað og setið fram á kvöld
vib að handfæra aflaskýrslur. Eiginleg
skýrslugerð byggðist mjög mikið á sím-
tölum og samtölum við menn en síðar
var farið ab senda aðiium gögn til út-
fyllingar. Hvernig gekk honum að stíga
inn í tölvuöldina?
„Ég kynntist tölvunum fyrst þegar
Skýrsluvélar ríkisins önnuðust lengi út-
reikning aflaskýrslna fyrir okkur. Ég var
lengi neikvæður í garö tölvanna og
hálfgerður tréhestur en svo er mér fariö
ab falla reglulega vel við þær. Ég myndi
ekki vilja missa þær núna."
Það er stundum sagt um íslendinga
að þeir svari ekki bréfum og skili skýrsl-
um seint og illa. Þurfti oft að reka á eft-
ir mönnum að skila tölum til félagsins?
„Þab hjálpaði okkur mjög mikið að
lengst af voru í gangi ýmsar ráðstafanir
hins opinbera, framlög og styrkveiting-
ar sem kröfðust þess ab menn skiluðu
sínum skýrslum hingað inn. Þetta var
ágætis aöhald og oft sáum við að urn
leið og tiltekið ákvæði eða gjald var
fellt niður steinhættu menn að skila
skýrslum og fundu aldrei neinn tíma til
þess. Þegar Útflutningssjóður var lagð-
ur niður t.d. misstu margir af okkar
skilvísustu mönnum flugið þegar það
skipti þá ekki lengur máli hvort skýrsl-
um væri skilað.
Núna þarf oft ab ganga eftir pappír-
um frá mönnum. Fiskmarkaðir skila
mjög vönduðum skýrslum og það
munar okkur miklu. En stúlkurnar
hérna á skýrsludeildinni þurfa oft að
ýta vib slóðunum."
Halaklippt félag
Hlutverk Fiskifélagsins hefur breyst
talsvert með tilkomu Fiskistofu eins og
alkunna er og Þórarinn orbar það svo
að félagiö hafi verið halaklippt.
„Við, venjulegt starfsfólk, fengum
mjög lítiö að vita af þeim breytingum
sem í absigi voru. Að iokum fórum við
á fund sjávarútvegsnefndar þingsins og
ræddum ítarlega við þá og komum
okkar sjónarmibum á framfæri.
Nú þegar þessar breytingar eru um
garð gengnar er samstarfið við Fiski-
stofu með ágætum enda er staða Fiski-
félagsins tryggð meðan Fiskistofu er
skylt að fá tölur frá okkur. Við vinnum
mjög vel saman í dagsins önn. Með því
að halda skýrsludeildinni gangandi er
félagið tryggt."
Fjörutíu og sex ára starfsævi á einum
og sama staðnum er óvenjulöng
starfsævi. Þórarinn hefur kynnst flest-
um sem hafa fengist við fiskvinnslu og
útgerð á landinu á þessum árum. Sam-
anlagður lífaldur og starfsaldur hans er
113 ár svo samkvæmt frægri 95 ára
reglu mætti hann vera sestur í helgan
stein fyrir allnokkru. En ætlar hann að
halda áfram til aldamóta?
„Ég er nú aö verða 67 ára svo ég má
fara að hætta og er farinn að gæla við
þá hugmynd. Ég hef haft mjög gaman
af að vinna hérna, jafnvel einum of
gaman. Þetta hefur verið eins og mitt
annað heimili. Þegar var hringt heim
til mín áður fyrr og spurt eftir mér þá
sagði konan mín gjarnan: Já, hann er
heima, hann er niðri í Fiskifélagi." □
Atlantic Hopeless
Hentifánaskipib Atlantic Hope hefur vakib mikla athygli á írlandi í vor og má
segja ab það sé oröið frægt að endemum. Atlantic Hope er 20 ára gamall kanadískur
togari sem er gerður út frá Færeyjum en skráður í Belize. Skipið villtist á höfnum
og sigldi inn í ranga höfn við litla hrifningu hafnaryfirvalda. Næst var skipið dregið
til hafnar eftir að leki kom að því og viö skoöun kom í ljós að pappíra vantaöi og
ekkert nothæft akkeri var til um borb. Annaö sinn teygöist verulega úr dvöl skipsins
í Killybegs og áætlað 9 tíma stopp varð að 46 tíma bið því bróðurparturinn af
áhöfninni mætti ekki til skips og þurfti að smala þeim saman með góbu eða illu
vítt um bæinn. Vegna þessara hrakfalla gengur skipib nú meðal manna á þessum
slóðum undir nafninu Atlantic Hopeless. (Fishing News, inars 1995)
Norskum fiskiskipum fækkar
Árib 1994 voru skráð fiskiskip í Noregi alls 15.212 og hafði þeim fækkab milli
ára um 1.190. Mest varð fækkunin í flokki opinna báta og fækkabi þeim mest í
Sogni og Fjörbum eða um 20% milii ára. í þremur nyrstu héruöum Noregs og í
Suður-Þrændalögum fækkaði smábátum einnig töluvert. (Fiskaren, apr 1995)
28 ÆGIR