Ægir - 01.06.1995, Side 35
þurft að kaupa í kringum 20 þúsund tonn af íslensku
mjöli til þess að fóðra eldisfisk.
BURT MEÐ ÓGLEÐINA
Sjóveikibandið er einföld og örugg
leið gegn ógleði.
Vinnur gegn sjóveiki,
bílveiki og morgunógleði.
Sjóveikibandið, náttúruvæn
^lausn við hvimleiðum vanda.
LANDSBJÖRG , . .
LANDSBJARGARHÚSINU Fæst í næsta apóteki.
SUngarhyl I - l’óslhólf 10075. 130 Rcykjavílc
Skilar fjárfestingin sér?
A síðasta ári gerðu nokkrar verksmiðjur veru-
legar endurbætur til þess að leggja aukna
áherslu á gæði í framleiðslunni. Hafa þessar
endurbætur skilaö sér í auknum verðmætum?
„Eg hef ekki tölur um það en tel engan vafa á
því að hlutur verðmeira mjöls hafi aukist. Hitt
er svo annað mál að hvað sem breytingum líður
þá ræður markaðurinn því endanlega hvort þær
borga sig. Mestu máli skiptir fyrir framleiðendur
aö geta svarað kröfum markaðarins um hágæða-
mjöl þegar eftirspurn er eftir því."
Almennt má segja að framleiðendur séu
bjartsýnir í ljósi þess aö þeir sjá fram á að geta
bætt sér upp meö síldveiöum það sem skorti á
loönukvótann. En hvernig horfa menn til
næstu vertíðar þar sem Hafrannsóknastofnun
hefur gefið út 800 þúsund tonna bráðabirgða-
kvóta á loðnu og horfur eru á að bæta megi allt
að 400 þúsund tonnum við það?
„Spáin er góð. Hún var það líka fyrir síðustu
vertíö og í ljósi þeirrar reynslu taka menn góð-
um fréttum með varúð. En sé horft til fram-
kvæmda í greininni og áforma framleiðenda er
ljóst að bjartsýni ríkir, sérstaklega hvað varöar
síldveiðar framtíðarinnar. Við sjáum flestar
stærstu verksmiðjurnar í einhverjum fram-
kvæmdum og eftir áralanga lægð í greininni er
það gleðiefni." □
Fóður fyrir svín og kjúklinga
„Norski markaðurinn hefur verið okkur mikilvæg-
astur þegar um er að ræða hágæðamjöl. Langstærsti
markaðurinn er í fóður fyrir svín og kjúklinga og þar
erum við í samkeppni við soja-mjöl. Verð á fiski-
próteini er mun hærra en á soja-próteini. Stóru mjöl-
framleiðsluþjóðirnar í Suður-Ameríku veita okkur
nokkra samkeppni í fiskimjöli. Þeir hafa aukið talsvert
framleiðslu sína á hágæðamjöli, sérstaklega í Chile."
Sveinn sagði að hann hefði ekki orðið var við neina
tregðu á norskum markaði sem rekja mætti til deilna
þjóðanna á sviöi fiskveiða. „Ég hef ekki heyrt um neitt
slíkt hjá þeim Norðmönnum sem við erum í sam-
bandi við."
Er síldin jafngott hráefni til bræðslu og loðna?
„Mjölnýting úr síldinni er betri. Algeng mjölnýting
úr loðnu er um 17% en fer í 20-21% úr síldinni.
Fituhlutfallið er svo breytilegt í báðum tegund-
um að það er erfitt að bera það saman. Það má
segja að síldin sé þægilegra hráefni til vinnslu.
Gæðalega séð er mjölið oftast lagt að jöfnu."
Fiskidæluslöngur 12” og 14”
Fjöltækni sf.
Fiskislúð 90, 101 Reykjavík, sími 552 7580
ÆGIR 35