Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1995, Side 44

Ægir - 01.06.1995, Side 44
Mengun lítil af mannavöldum en hátt hlutfall ýmissa þungmálma í náttúmnni Toxafen-mengun er ógnvaldur framtíöarinnar Lokaskýrsla um mengun í hafinu um- hverfis ísland stab- festir að hafsvæðin umhverfis landið eru nánast hrein saman- borið vib innhöf og strandsvæði á þétt- býlari svæðum í Evr- ópu. Mengun í hefð- bundnum skilningi orðsins mælist vart eba ekki hér. En Is- lendingar eru ekki einir í heiminum og við blasir að leifar af skordýraeitri, svoköll- uðu toxafeni, safnast saman á norðurhveli jarðar og hlaðast upp í fæðukeðjunni. Þó lítið sé vitað um eit- uráhrifin og aðferðir við mælingar ófull- komnar og verkefnið flókið og viðamikið er sýnt að toxafen- mengun ógnar öllu lífríki á norðurslóð- um og getur stefnt sjávarútvegi og fisk- vinnslu á norðurhjara í hættu. í júlí 1989 samþykkti ríkisstjórn ís- lands að ráðast í viðamikið verkefni á sviði mengunarmælinga í sjó. Verkefnið stób í þrjú ár og mæld var mengun í sjó, seti og lífverum og þannig dregin upp heildarmynd af mengun hér við land. Tilgangur þessa var þríþættur. í fyrsta lagi að leggja til gögn í sameiginlegt al- þjóðlegt vöktunarverkefni gegn meng- un sjávar í Norðaustur-Atlantshafi sem íslendingar eiga aðild að. í öðru lagi að afla almennra upplýsinga um mengun sjávar hér við land og í þribja lagi ab skapa traustan grundvöll ab vöktun á mengun sjávar við Island í framtíðinni. ísland er aðili að tveimur svæðis- bundnum alþjóðasamningum um varn- ir gegn mengun sjávar sem ná til Noröaustur-Atlantshafs, svonefndum Óslóar- og Parísarsamningum. Aðilum er ætlað að annast samræmda vöktun á mengandi efnum í sjó og lífríki sjávar til þess að styrkja grundvöll raunhæfra að- gerða í mengunarvörnum. Umhverfisráðuneytib hefur nú gefib út lokaskýrslu umrædds verkefnis og kemur margt fróðlegt þar fram um mengun sjávar við ísland. Rétt er að at- huga að mörg þeirra efna sem talin eru til mengunar finnast í náttúrunni og er styrkur þeirra oft breytilegur milli staða, árstíða og yfir tímabil. Höfundar skýrslunnar eru Magnús Jóhannesson, Jón Ólafsson, Sigurður M. Magnússon, Davíð Egilsson, Steinþór Sigurðsson, Guðjón Atli Auðunsson og Stefán Ein- arsson. Næringarsölt Aukning næringarsalta í sjó (t.d. vegna tilbúins áburðar) leiðir víða til of- fjölgunar þörunga og getur haft víðtæk * áhrif á vistkerfiö. Of- c I fjölgun leiðir til þess | að mikið magn þör- | unga fellur til botns og rotnar sem aftur leiðir til súrefnis- skorts í sjónum. Einnig getur ofauðg- un næringarsalta leitt til offjölgunar eitr- aðra þörunga. Of- framboð næringar- salta er t.d. eitt helsta mengunarvandamál Norðursjávar. Við strendur íslands er mjög öflug blöndun grunnsævis sem dreg- ur mjög úr hættu á ofauðgun næringar- salta í sjó. Aukinn styrkur næringarsalta frá þéttbýlinu við Faxaflóa er ekki merkjanlegur. Þvert á móti eykst styrkurinn fjær landi með auk- inni seltu. Niðurstöð- urnar gefa því til kynna að aukning næringarsalta í Faxa- flóa vegna frárennslis sé óveruleg. Geislavirk efni Styrkur geislavirkra efna er mjög lít- ill hér við land og sá lægsti sem mælist á hafsvæðum Norður-Atlantshafsins. Marktækur munur er þó á styrk 137 CS (samsæta sem notuð er sem viðmiðun) í sjó fyrir Norður- og Austurlandi annars vegar og Suður- og Vesturlandi hins vegar. Á fyrrnefnda svæðinu gætir áhrifa frá kjarnorkuiðnaði, fyrst og fremst endurvinnslustöðinni í Sellafield, og er styrkur efnanna því meiri þar. Þungmálmar Margir þungmálmar eru nauðsynleg- ir starfsemi lífvera en geta haft eitur- verkan verbi styrkur þeirra óeðlilega hár. Blý, kvikasilfur og kadmín gegna engu þekktu hlutverki sem nauðsynlegt er lífríkinu. Þessir málmar geta verið 44 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.