Ægir - 01.06.1995, Side 45
Uppruni mengunarefna sem berast í hafið.
Flutningar á hafi
12,0%
Andrúmsloft
33,0%
Varp í hafið
10,0%
44,0%
Afrennsli af landi
1,0%
Vinnsla í hafi
skaðlegir mönnum og lífríki
við lágan styrk í fæðu og um-
hverfi. Almennt er talið að
hvorki sjávarlífverum né
þeim sem neyta sjávarfangs
sé hætta búin af efnum í sjó
þegar um náttúrlegan styrk er
að ræða. Þetta kemur til af
því að sjávarlífverur safna
flestum þungmálmum í inn-
yfli sem sjaldan er neytt,
nema úr skelfiski. Undan-
tekning frá þessu er kvikasilf-
ur sem safnast í hold.
Töluvert magn málma get-
ur borist í sjó eftir náttúrleg-
um leiðum, t. d. með framburði áa sem
bera fram bergmylsnu. Styrkur margra
málma í íslenskum ám eykst verulega
kringum eldgos. Hérlendis sýna rann-
sóknir hærra hlutfall kadmíums og
króms en viða annars staðar. Þetta má
væntanlega rekja til eldvirkni eða rofs
þó kadmín sé í lágum styrk i íslensku
basalti.
í seti við ísland voru mældir þung-
málmar og er samanburður við önnur
hafsvæði Norðaustur-Atlantshafs erfið-
ur vegna þess að berggrunnur hér við
land er frábrugðinn því sem gerist við
meginland Evrópu. Mælingarnar sýna
að styrkur kopars og sinks er ívið hærri
hér við land en almennt gerist á svæð-
inu. Styrkur kadmíns er sambærilegur
við hollensk gildi. Styrkur blýs er mjög
lágur og sama gildir um kvikasilfur og
styrkurinn fylgir magni jurta- og dýra-
leifa í setinu. Flest bendir til þess að
styrkur þungmálma hér við land ráðist
af náttúrlegum ferlum.
I lífverum gegnir nokkuð öðru máli.
Þar mældust gildi þungmálma í flestum
tilvikum undir þeim mörkum sem mæl-
ast annars staðar. í sumum tilvikum var
styrkurinn mun lægri en undantekning-
ar voru á því. Þannig reyndust t.d. kopar
og sink vera í hærra lagi í kræklingi.
Styrkur kadmíns reyndist einnig mikill í
lífvemm á íslandsmiðum samanborið við
önnur hafsvæði í Norður-Atlantshafi, en
þó ekki í holdi fiska. Flest bendir til þess
að hin hærri gildi hér við land eigi sér
náttúrlegar skýringar en stafi ekki af
mengun af manna völdum.
Þannig mælist kadmín lágt í bergi
hér á landi en hátt í mosa og fylgir
dreifing styrksins í mosanum eldstöðv-
um allvel.
Þrávirk lífræn mengunarefni.
Styrkur PCB í seti hér við land er
mjög lítill og allt að tuttugufalt lægri en
mælist í seti úr Norðursjó, Skagerrak og
Kattegat. Ekki er marktækur munur
milli þeirra svæða sem sýni voru tekin
á hér við land. Þrávirk lífræn mengun-
arefni má nær alfarið rekja til áhrifa
mannsins og tilvist slíkra efna á íslensk-
Rauöur litur sýnir svæði þar sem
næringarefnaauðgun í Norðursjó er
álitin vandamál.
um hafsvæðum staðfestir því
ótvírætt mengun þó lítil sé.
Magnið er misjafnt eftir efn-
um og lífverum. Líkt og með
marga þungmálma stendur
styrkur PCB-efna í öfugum
tengslum við lifrarfitu og
hugsanlegt er að slíkt skýri
breytilegan styrk efnanna í
lífverum milli hafsvæða við
landið að einhverju leyti.
Samanburður viö önnur haf-
svæði leiöir í ljós að magn
PCB-efna er sambærilegt við
það lægsta sem mælist á ná-
lægum hafsvæðum og um
tvö- til sexfalt lægra en mælist í sunn-
anverðum Norðursjó.
Nokkuö hátt magn kadmíns í kræk-
lingi og þorsklifur vekur óneitanlega at-
hygli. Líkur benda þó til að ekki sé hér
um mengun af völdum manna að ræða.
Flest bendir til að þessi áhrif stafi eink-
um af breytilegu fæðuframboði eftir
árum og árstíðum auk sérstakra haf- og
jarðfræöilegra aðstæðna hér við land.
Almennt er styrkur þrávirkra líf-
rænna efna á íslandsmiðum mjög lítill
miðað við önnur svæði í Norður-Atl-
antshafi. Ljóst er að hluti þessarar
mengunar er langt að kominn, m.a. frá
iðnaðarsvæðum Evrópu og Norður-Am-
eríku þótt erfitt sé að fullyrða um helstu
uppsprettur.
Þessar niðurstöður ættu að styrkja
enn frekar baráttu íslenskra stjórnvalda
á alþjóðavettvangi fyrir banni við losun
þrávirkra lífrænna efna út í umhverfið.
Mönnum verður stöðugt betur ljóst að
þrávirk lífræn mengunarefni geta borist
um langan veg og hafa tilhneigingu til
þess að safnast fyrir á kaldari svæðum.
Lítil mengun á helstu fiskimiðum
Almennt benda niöurstööur til þess
að mengun sé mjög lítil á helstu fiski-
miðum við landið. Magn þungmálma í
fiski, ef kadmín er undanskilið, er yfir-
leitt langt undir þeim viðmiðunarmörk-
um sem Alþjóðahafrannsóknaráðið hef-
ur lagt til grundvallar mati á mengun í
sjó. Því má ætla að magn þungmálma í
fiski hér við land stafi fyrst og fremst af
náttúrlegum orsökum. □
ÆGIR 45